Abba Centrum Alicante er gott 4ra stjörnu hótel í Alicante, hótelið er í göngufæri frá ströndinni og smábátahöfninni. Hótelið er nýlega uppgert og í næsta nágrenni eru verslanir og er stutt í alla þjónustu.
GISTING
Herbergin eru öll nýlega uppgerð. Innréttuð í nýtískulegum stíl í ljósum litum. Standard herbergin eru 27 fermetrar með flatskjá, nettengingu, öryggishólfi og minibar og hárþurrku.
AÐSTAÐA
Á hótelinu er veitingastaður og kaffitería, líkamsræktarstöð, sólbaðsaðstaða, tyrkneskt bað, bókasafn og fleira. Gestir geta farið í nudd eða hinar ýmsu fegrunarmeðferðir(gegn gjaldi). Frítt internet er á hótelinu.
VEITINGAR
Á hótelinu er veitingastaðurinn Centrum.
STAÐSETNING
Abba Centrum er staðsett í Alicante borg og er í göngufæri frá ströndinni og smábátahöfninni. Hótelið er vel staðsett fyrir þá sem vilja versla og njóta alls þess sem Alicante borg hefur upp á að bjóða.
AÐBÚNAÐUR Á ABBA CENTRUM ALICANTE
Sólbaðsaðstaða
Verönd
Gufubað
Líkamsrækt
Nudd
Hamam - Tyrknest bað.
Bílastæði(gegn gjaldi)
Lyfta
Loftkæling
Kynding
Veitingastaður
Upplýsingar
Calle Pintor Lorenzo Casanova, 31 03003 Alicante
Kort