Benilux Park er 3ja stjörnu hótelgisting í gamla bænum á Benidorm og í um 5 min fjarlægð frá Poniente ströndinni. Fín fjölskyldugisting með góðri aðstöðu fyrir börnin.
GISTING
Öll herbergin hafa svalir og snúa að sundlauginni. Herbergin eru stílhrein og hafa loftkælingu, sjónvarp, ísskáp (gegn gjaldi), öryggishólf (gegn gjaldi) ,síma og skrifborð.
AÐSTAÐA
Við hótelið er fín sólbaðsaðstaða með sundlaug, sólbekkjum og sólhlífum. Einnig er barnalaug og barnaleiksvæði í garðinum. Eins er úti líkamsræktaraðstaða í garðinum fyrir fullorðna sem og líkamsræktarsalur inni á hótelinu.
AFÞREYING
Á hótelinu er skemmtidagskrá bæði fyrir fullorðna og börn (einungis á sumrin fyrir börnin). Ef fólk vill hreyfa sig er hægt að nýta bæði inni- og úti líkasmræktaraðstöðuna á hótelinu.
VEITINGAR
Hlaðborðsveitingastaður er á hótelinu ásamt þema kvöldum þar sem ákveðin matseld er tekin fyrir.
FYRIR BÖRNIN
Í garðinum er sérstök barnalaug sem og barnalaiksvæði. Einnig er afþreying fyrir börnin á hótelinu á sumrin.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett um 400 metra fjarlægð frá Poniente ströndinni og í gamla bænum á Benidorm.
Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.
Upplýsingar
Av. de Panamá, 5 03502 Benidorm Alicante Spánn
Kort