Marbella

Monarque EL Rodeo er 3 stjörnu hótel, mjög vel staðsett í hjarta Marbella, við miðbæ Alameda og  einungis um 200 metra frá Venus-strönd.

Hotel Monarque El Rodeo er staðsett við miðbæ Alameda og 200 metra frá Venus-strönd. Það býður upp á sundlaug, sólarverönd og ókeypis Wi-Fi Internet.

 

GISTING 

Öll herbergin í hótelinu með loftkælingu og verönd eða svölum. Inn í hverju herbergi er að finna gervihnattasjónvarp, svefnsófa, öryggishólf og stóra fataskápa. Baðherbergi eru snyrtileg, flísalögð með hárþurrku og baði/sturtu.

Svalir eru með húsgögnum.

 

AÐSTAÐA 

Gestamótakan í hótelinu er opinn ala sólarhringinn. Nálægt hjá hótelinu er bílaleiga, eins eru gestir með frían aðgang að bílastæðum við hótelið.

 

VEITINGAR

Veitingastaðurinn býður upp á úrval af spænskum og alþjóðlegum réttum í glæsilegu hlaðborði. Eins er á staðnum kaffihús með stórum gluggum.

 

STAÐSETNING

Hotel Monarque El Rodeo er í stuttri göngufjarlægð frá gamla bænum í Marbella með steinsteyptum götum, blómaskjám og hinu fræga Plaza de los Naranjos. Marbella smábátahöfnin er aðeins í 5 mínútna göngufjarlægð.

 

AÐBÚNAÐUR 

Þrif daglega

Nálægt ströndinni

Veitingastaður og bar/setustofa

Útilaug

Þakverönd

Móttaka opin allan sólarhringinn

Bílaleiga á svæðinu

Fjöltyngt starfsfólk

Þjónusta gestastjóra

Aðstoð við miða-/ferðakaup

Sjónvarp í almennu rými

Ókeypis þráðlaus netaðgangur

Vöggur/ungbarnarúm í boði (aukagjald)

Einkabaðherbergi

Svalir með húsgögnum

Þvottahús

 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.

Upplýsingar

Calle Víctor de la Serna, 2, 29602 Marbella, Málaga, Spánn

Kort