Calpe

Íbúðagistingin Amatista er á 16 hæðum, byggt árið 2004 og staðsett nálægt Cantal Roig ströndinni. Stutt er í miðbæ Calpe og Paseo Maritímo göngugötuna.  Mjög gott útsýni er úr íbúðunum  Íbúðirnar eru staðsettar ca 500 metra frá Ifach klettinum og 300 metra frá báta- og snekkjuhöfninni.

Gestamóttakan er opin til kl. 20:00 en ekki allt árið um kring. Sækja þarf lykla á APARTAMENTOS TURMALINA sem er við Avenida Juan Carlos no. 26 ef komið er til Calpe seint að kvöldi eða ef komið er á þeim árstíma sem gestamóttakan er ekki opin.  Skipt er á rúmum og handklæðaskiptu á 8 daga fresti. Í íbúðunum er þvottavél.  Hægt er að leigja öryggishólf í gestamóttöku.  Á hótelinu er 3 sundlaugar, þar af 1 barnalaug.. Allar íbúðirnar eru loftkældar og með sjónvarpi. 
Gestir þurfa að yfirgefa íbúðirnar kl. 10:00 á brottfarardag.

Íbúðir með einu svefnherbergi:
Eldhús með bakarofni og ísskáp, innangengt inn í stofuna. Fullbúið baðherbergi, svalir með sjávarsýn eða útsýni yfir sundlaugina. Svefnherbergin eru með hjónarúmi eða 2 x 90 cm rúmum. Svefnsófi í stofunni.  Hámarksfjöldi í íbúð eru 2 fullorðnir og 2 börn eða 3 fullorðnir.

Íbúð með tveimur svefnherbergjum:
Fullbúið eldhús með bakarofni og ísskáp.  Eldhúsið er aðskilið frá stofu.  Tvö svefnherbergi eru í íbúðunum, bæði með 90 cm rúmum.  Svefnsófi er í stofunni.  Svalir með sjávarsýn og útsýni yfir sundlaugina.  Fullbúið baðherbergi.  Einnig er baðherbergi innaf hjónaherbergi.  Íbúðirnar rúma 4 fullorðna og 2 börn eða 5 fullorðna.

Gestir þurfa að greiða 100-150 evru tryggingagjald sem fæst endurgreitt við brottför. 


Calpe svæðið er svo sannarlega perla Costa Blanca strandarinnar, sem þekkt er fyrir sinn hvíta sand og túrkís-bláan sjó. Svæðið, sem er í um 50 mínútna akstursfjarlægð frá Alicante borginni, er stundum líkt við hina þekktu Miami South Beach vegna hvítra stranda og iðandi mannlífi. Bærinn sem iðar af lífi á sér langa og merkilega sögu sem speglast í fallegum mannvirkjum og lifandi menningu. Hér ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi, hvort sem það eru girnilegar hvítar strendur og tær sjórinn, mannlíf, saga eða næturlíf. Á svæðinu eru ótal góðir veitingastaðir, en við mælum sérstaklega með veitingastöðunum sem sérhæfa sig í sjávarfangi. Inni í bænum, stutt frá sjónum er grunnt vatn sem nefninst Las Salinas og þar má gjarnan sjá Flamingó fugla í þyrpingum. Yfir svæðinu trónir svo Penón de Ifach kletturinn sem býður upp stórkostlegar gönguleiðir og stórbrotið útsýni yfir hafið og nærliggjandi svæði. Calpe er dásamlegt svæði sem slegið hefur í gegn. 

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Upplýsingar

Calle Gran Bretana 03710 Calpe, Spain

Kort