Leiðbeiningar

LEIÐBEININGAR UM BÓKUN Á VEFNUM

Við höfum leitast við að gera það einfalt og þægilegt fyrir þig að festa kaup á draumaferðinni hér á vefnum hjá okkur. Við munum leitast við að svara spurningum þínum hér, en ef einhverjum  spurningum er ósvarað að lestri loknum þá sendu okkur þá tölvupóst á netfangið info@plusferdir.is og við svörum þér strax næsta virka dag.

Að kaupa ferð á vef okkar er einfalt og öruggt. Við tryggjum að allar viðkvæmar upplýsingar eru sendar dulkóðaðar yfir Netið. Við höfum fengið óháðan og hlutlausan aðila til þess að fara yfir öll öryggisatriði varðandi vefinn svo þú ert því í öruggum höndum hjá okkur.

 

HVERT VILTU FARA OG HVENÆR?

Fyrsta skrefið í því að kaupa ferð á vefnum er val á áfangastað og brottfarartíma. Fjölbreytt úrval ferða Plúsferða er kynnt á vefnum. Þegar draumaferðin er fundin og þú ert tilbúin(n) að hefja kaupin kynnum við þægilega aðferð við að bóka ferðina strax í gegnum vefinn.

Þegar þú hefur fundið þinn áfangastað og hvaðan þú ert að fara (það á þó eingöngu við um flug til Íslands) þá sýnum við þér hvaða dagsetningar koma til greina. Í sumum tilfellum er aðeins um að velja eina dagsetningu, en í öðrum getur verið um margar dagsetningar að ræða.

 

VELDU GISTINGU

Þegar þú hefur valið áfangastað og dagsetningu, þá smellir þú á Leitaog þá birtast flug og gistivalkosti sem þér bjóðast. Valkostirnir raðast niður eftir heildarverði. Með heildarverði er átt við að ekki er reiknaður út kostnaður á hvern farþega, heldur heildarkostnaður við ferðina eins og hún hefur verið valin af þér.

Um leið og þú velur einhvern þessara valkosta og smellir á Velja þá birtist þér sundurliðun á kostnaði hvers farþega, forfallagjald og aðrir valkvæðir liðir, ef einhverjir eru. Eftir að hafa lesið ferðaskilmálana og hakað við að lestri sé lokið, þá smellir þú á Halda áfram í bókun til þess að gefa upplýsingar um greiðenda og aðra farþega.

 

UPPLÝSINGAR UM FARÞEGA

Það er afar mikilvægt að vanda sig þegar fylltar eru út upplýsingar um nafn, heimilisfang eða greiðslukort. Þær breytingar og leiðréttingar sem gera þarf eftir á, kosta greiðslu á þjónustu eða breytingargjaldi. Þegar þú hefur fyllt út allar nauðsynlegar upplýsingar í þá reiti sem fylla þarf út (eru sérstaklega merktir) staðfestir þú bókunina og færð upp á skjáinn bókunarnúmer sem staðfestingu  fyrir því að kaup hafi átt sér stað. Á sama tíma er sendur til þín tölvupóstur með öllum sömu upplýsingum og þú fékkst á skjáinn.

Ef þörf krefur þá munum við senda þér ferðagögn í pósti.

 

HLAKKA TIL

Þegar hér er komið við sögu ættir þú að geta farið að hlakka til ferðarinnar. Ef breytingar verða á ferðatilhögun þá mun starfsfólk okkar hafa samband við þig í tíma og tilkynna þér um breytingar. Til að gera okkur kleift að ná sambandi við væntanlega farþega, ef þörf krefur, er mikilvægt að gefa upp símanúmer þar sem auðvelt er að ná í viðkomandi.

Það er einfalt og þægilegt að festa kaup á draumferðinni á vefnum hjá Plúsferðum. Ef þú finnur ekki svör við spurningum þínum hér fyrir ofan eða ef þú hefur ábendingar varðandi þjónustuna þá hvetjum við þig til að sendu okkur línu á netfangið info@plusferdir.is

 

GENGUR ILLA?

Ef þú einhverra hluta vegna vilt eða getur ekki bókað á vefnum er þér að sjálfsögðu velkomið að hringja í síma 535 2100 eða koma í heimsókn í Hlíðarsmára 19, 201 Kópavogi. Við vekjum samt athygli á því að ef bókað er á skrifstofu Plúsferða eða símleiðis bætist við bókunargjald, kr. 3.900 fyrir bókunina.

 

FLEIRI SPURNINGAR?

Hafirðu ekki fengið svör við spurningum þínum geturðu kíkt á Spurt og svarað.