Enska ströndin

Eugenia Victoria er vel staðsett 3ja stjörnu hótel á Ensku ströndinni með verslanir, veitingastaði og bari í næsta nágrenni. Einstaklega fallegur og rúmgóður sundlaugagarður með snarlbar. Garðurinn er stór og umlukinn fallegum gróðri, þar er góð sólbaðsaðstaða, stór sundlaug og barnalaug.

GISTING

Herbergin eru rúmgóð með gervihnattasjónvarpi, útvarpi, hárblásara, öryggishólfi og litlum ísskáp. Hægt er að fá barnarúm (þarf að panta) og á svölum eru húsgögn. Athugið að einstaklingsherbergin eru ekki með svölum. Sé óskað eftir því að vera á 6 hæð eða ofar þarf að bóka sérstök Superior herbergi sem eru dýrari en herbergi á 1-5 hæð.  Athugið að einbýlin eru ekki með svölum.

AÐSTAÐA

Stórgóður garður, umlukinn fallegum gróðri með sundlaug, barnalaug og sólbaðsaðstöðu.  

AFÞREYING

Stór og glæsileg heilsurækt er á hótelinu og hafa gestir aðgang að henni án endurgjalds. Þar er stór sundlaug, nuddpottar, gufubað, tyrkneskt bað og hvíldarherbergi. Í boði eru margar tegundir af nuddi og snyrtingu gegn gjaldi. Reglulega er lifandi tónlist á hótelinu á kvöldin í garðinum.  

VEITINGAR

Á aðalveitingastað hótelsins er boðið upp á hlaðborð með réttum frá öllum heimshornum, snakk er á daginn á sundlaugarbarnum. Barir með skemmtun eins og karaoke, diskó og lifandi tónlist. Á daginn er mikið um að vera í garðinum, starfsfólk hótelsins sér um margs konar leiki og keppnir fyrir gestina. Hægt að velja um hálft fæði eða allt innifalið. Gestir sem velja „allt innifalið“ fá morgun-, hádegis- og kvöldverð á hótelinu ásamt völdum innlendum drykkjum og snakk á milli mála.

 FYRIR BÖRNIN

Á hótelinu er barnadagskrá, leikjaherbergi og tölvuherbergi.

STAÐSETNING  

Hótel Eugenia Victoria er vel staðsett á hinni frægu Ensku strönd á Kanarí.  

AÐBÚNAÐUR Á EUGENIA VICTORIA  

Útisundlaug

Sólbekkir  

Líkamsrækt  

Leikjaherbergi  

Barnadagskrá  

Skemmtidagskrá

Heilsulind  

Lifandi tónlist  

Leikjaherbergi  

Veitingastaður  

Bar  

Frítt internet  

Bílastæði  

Sólarhringsmóttaka  

ATH  

Á Eugenia Victoria mega farþegar ekki fá utanaðkomandi gesti í heimsókn á hótelið, hvorki í garðinn né upp á herbergi. Hægt er að kaupa armband á 50 evrur fyrir gesti, sem veitir þeim aðgang í garðinn og fá mat og drykk innifalið.  

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar.    

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.     

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.  

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Avda Gran Canaria, 35100 Playa del Ingles,

Kort