Calpe - Spænski draumurinn
Calpe svæðið nærri Alicante er svo sannarlega perla Costa Blanca strandarinnar. Svæðið er þekkt fyrir hvítan sand og túrkísblátt hafið og er í seilingarfjarlægð frá Alicante borg. Ströndinni er stundum líkt við hina þekktu Miami South Beach vegna hvítrar, glitrandi strandlengjunnar og iðandi mannlífsins. Í boði eru fjölmargir frábærir gistimöguleikar á góðu verði fyrir þig og þína.
Lifandi borg í seilingarfjarlægð
Hin víðfræga spænska borg Alicante er í seilingarfjarlægð frá Calpe, einungis klukkustunda akstur um stórbrotið landslagið. Strandlengjan við borgina er yfir 7 kílómetrar og þar er að finna frábæra skemmtigarða og gómsæt veitingahús eru á hverju strái.
Í borginni er að finna fjölda áhugaverðra safna, sögulegar minjar, skemmtilega markaði að hætti innfæddra og heimsþekktar verslanir. Þar er líka hægt að skoða margar fallegar minjar frá tímum máranna.
Ljúft athvarf fjölskyldunnar
Á Calpe svæðinu eru ótal góðir veitingastaðir en við mælum sérstaklega með veitingastöðum sem sérhæfa sig í sjávarfangi. Það er þó auðvelt að finna veitingahús sem bjóða upp á kosti sem hæfa matvöndu smáfólki, þannig að allir fá eitthvað við sitt hæfi.
Stutt frá sjónum, en þó inni í bænum, er grunnt vatn sem nefnist Las Salinas og þar má gjarnan sjá Flamingo fugla í þyrpingum. Yfir svæðinu trónir svo Penón de Ifach kletturinn sem býður upp á stórkostlegar gönguleiðir sem henta allri fjölskyldunni. Ekki gleyma myndavélinni, þar er stórbrotið útsýni yfir hafið og nærliggjandi svæði sem er vel þess virði að festa á filmu.
Gistingar á Costa Blanca svæðinu
Paraiso Centro er snyrtilegt, einfalt og mjög vel staðsett íbúðagisting stutt frá gamla bænum í Benidorm. Einfaldar, snyrtilegar og rúmgóðar íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum, eldhúsi, baði, stofu og svölum sem snúa út í garð. Stutt er í alla þjónustu, t.d. matvörumarkaðinn Mercadona, banka og verslanir.