Gran Canaria - núna allt árið!

Á Gran Canaria er líflegt að vera. Þar er að finna eitthvað fyrir alla, hvort sem er að labba niður við strönd eða sóla sig við sundlaugina. Njóta góðrar máltíðar saman á einu af fjölmörgu veitingarhúsum Eyjunnar. Á Kanarí er fjölbreytt afþreyging og skemmtun fyrir krakka og fjölmargir skemmtigarðar og verslunarmiðstöðvar.  

 

Gran Canaria er best fyrir:

22-28 °C allt árið!

Hagkvæmt verð

Góðar gistingar

Gott að vita:

Tungumál:spænsk

Gjaldeyrir: evra (€)

Staðartími: sumar 1+

Flug til Kanarí:

Flogið til: LPA

Flugtími: 5+ 

Flogið með: Travel Services

 

Á Ensku ströndinni (Playa del Inglés) á suðurhluta Gran Canaria finnurðu flest það sem nauðsynlegt er í góðu sólarfríi. Frískandi hafgolan heldur hitastiginu þægilegu yfir daginn. Mikill fjöldi veitingastaða er á Ensku ströndinni og hægt er að gæða sér á réttum frá flestum heimshornum. Þar má einnig finna skemmtistaði við allra hæfi, allt frá nýtískulegum diskótekum til skemmtistaða sem höfða til eldri borgara og allt þar á milli.

Í Maspalomas má finna hvern unaðsreitinn á fætur öðrum í formi aldingarða með lágreistum þyrpingum smáhýsa og sundlaugum sem bíða komu veðurbitinna Íslendinga. Hér er minni ys og þys en á Ensku ströndinni en í Faro 2 er mikið úrval veitingastaða og skemmtistaða. Auðvelt er að komast á milli Ensku strandarinnar og Maspalomas í strætó eða leigubíl.

Las Palmas er höfuðborg Gran Canaria og um leið Austurhéraðs Kanaríeyja, en eyjarnar eru tvö héruð af sautján héruðum Spánar. Í Las Palmas býr um helmingur allra íbúa Austurhéraðs. Í Las Palmas er mjög fjölbreytilegt mannlíf jafnt að nóttu sem degi, sérstaklega í gamla borgarhlutanum. Kaffihús eru þar á hverju strái, sem og einstök flóra veitingastaða og öldurhúsa þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.

 

Skemmtigarðar:

 • Aqualand
 • Palmitos Park
 • Sioux City
 • Cocodrilo Park
 • Holiday World
 • Go Kart
 • Hangar 37
 • Angry Birds

Verslunarmiðstöðvar:

 • Las Arenas
 • El Mirador 
 • El Tablero 
 • Atlanrico
 • Bellavista

Afþreyging:

 • Hjólabátur
 • Bananabátur
 • Jetski
 • Fallhlíf úr báti
 • Kafbátur
 • Bátur með glergólfi
 • Fallhlífastökk

Gistingar á Gran Canaria

Hótel Villa del Conde er frábært 5 stjörnu lúxushótel með vel útbúnum herbergjum og svítum á góðum stað rétt við ströndina á Meloneras. Hótel fyrir hjón, pör og barnafjölskyldur. Skemmtidagskrá, barnadagskrá, fimm sundlaugar og heilsulind. Frábært hótel fyrir þá sem vilja alvöru lúxus.

Lesa meira

Hotel Seaside Palm Beach er gott 5 stjörnu hótel staðsett 100 metrum frá Maspalomas ströndinn. Barnalaug og sundlaug í garðinum ásamt góðri sólbaðsaðstöðu. Afþreying fyrir börn og fullorðna og lifandi tónlist. 

Lesa meira

Hótel Riu Palace Oasis er fínt 4* hótel. Auðvelt er að njóta þægindanna á hótelinu en þar er allt innifalið. Verið er að taka hótelið í gegn og endurbæta það þar til 21. september 2018. Myndir af endurbótum verða settar inn inn um leið og hægt er.

Lesa meira

Einn vinsælasti gististaður okkar til margra ára. Gisting eins og hún gerist best á Kanaríeyjum, á góðum stað á Ensku ströndinni, með mjög góðri aðstöðu og þjónustu. Góður garður með sundlaug og barnalaug. Frábær gisting fyrir alla!

Lesa meira

Marina Suites er fjögurra stjörnu gisting staðsett í hjarta Puerto Rico. Hótelið er staðsett í nálægð við smábátahöfnina og fallegt útsýni er úr garðinum. Leikvöllur, krakkaklúbbur og barnalaug í garðinum.

Lesa meira

Hótel Costa Canaria er fallegt og vel hannað 4 stjörnu hótel staðsett á San Augustin ströndinni, í um 30 mínútna gangi frá Playa del Ingles. Hótelið er einungis fyrir fullorðna.

Lesa meira

Hótel Abora Catarina áður Hotel IFA Catarina er 4ra stjörnu hótel vel staðsett á Ensku ströndinni. Einstaklega fallegur garður með hitabeltisgróðri, tvær sundlaugar ásamt barnalaug, skemmtidagskrá, afslappandi og þægilegt andrúmsloft. Góður kostur fyrir fjölskylduna.

Lesa meira

Hotel IFA Dunamar er gott 4ra stjörnu hótel á besta stað á Ensku ströndinni. Góður, gróðursæll garður með þremur sundlaugum og nuddpotti. Skemmtidagskrá fer reglulega fram á barnum Atlantico. 

Lesa meira

Maspalomas Princess er glæsilegt 4ra stjörnu hótel staðsett um 3 km frá Ensku ströndinni. Stór og góður sundlaugagarður í suðrænum stíl er við hótelið með góðri sólbaðsaðstöðu með mikið af bekkjum. Einnig er þar gerviströnd og tvær barnalaugar sem eru upphitaðar yfir vetrartímann.

Lesa meira

Hotel Cristina er mjög vel staðsett 4 stjörnu hótel í Las Palmas um 50 metra frá Puerto de La Luz höfninni. Snyrtilegur pallur með sundlaug og sólbekkjum.  Björt og fallega innréttuð herbergi með loftkælingu. 

Lesa meira

Vital Suites er frábær 4ra stjörnu gisting við hliðina á Maspalomas golfvellinum á Kanarí og er því tilvalið fyrir þá sem vilja spila golf. Góður garður með sundlaug og barnalaug auk Bali-rúma til þess að slaka á í. Glæsilegar svítur sem samanstanda af svefnherbergi og stofu. 

Lesa meira

Mogan Princess & Beach Club er gott 4ra stjörnu hótel staðsett í hlíðum Taurito. Á hótelinu er sundlaug og barnalaug. Kvöldskemmtun er öll kvöld og barnaklúbbur fyrir yngri gestina. Rúta fer reglulega niður á strönd. 

Lesa meira

Hótel Labranda Marieta er gott 4 stjörnu hótel sem er vel staðsett á Playa del Ingles og aðeins um 200 metra frá ströndinni. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.

 

Lesa meira

Hótel Labranda Riviera Marina er 4 stjörnu hótel sem er vel staðsett við bæinn Playa del Cura alveg við ströndina á suðurhluta Gran Canaria.

Lesa meira

Cordial Green Golf eru góð 3ja stjörnu smáhýsi staðsett rétt við golfvöllinn á Maspalomas. Húsin eru 250 talsins og eru öll á tveimur hæðum. Í garðinum er sundlaug og barnalaug ásamt leikvelli. Frí skutla er niður á ströndina og miðbæ Ensku strandarinnar. 

Lesa meira

Cordial Mogán Valle er gott, nýlegt 3ja stjörnu fjölskylduvænt íbúðahótel í hinum fallega strandbæ Puerto de Mogán. Hótelið er í dæmigerðum kanarískum byggingastíl, í tveimur byggingum með gestamóttöku í miðjunni. Við hótelið er tennisvöllur, tækjasalur og heilsulind.

Lesa meira

Hótel IFA Buenaventura er mjög þægilegt og gott hótel 3ja stjörnu hótel á góðum stað á ensku ströndinni. Tveir sundlaugargarðar og mikil skemmtidagskrá fyrir börn sem fullorðna. Stór og rúmgóð herbergi. Stutt er í alla þjónustu. 

Lesa meira

Gott og snyrtilegt hótel á friðsælum stað ofarlega á Maspalomas svæðinu við Sonnenland. Stór og góður garður með sundlaug, barnalaug og leiksvæði fyrir börnin. Á hótelinu er hægt að kaupa allt fæði. Frábær kostur fyrir fjölskyldur.

Lesa meira

Vel staðsett 3ja stjörnu hótel á Ensku ströndinni. Mikið um að vera í garðinum á daginn fyrir gesti á öllum aldri. Stutt í verslanir, veitingastaði og bari. Hægt að velja um hálft fæði eða allt innifalið. 

Lesa meira

Bungalows Parque Cristobal eru 3ja stjörnu, mjög góð smáhýsi stutt frá ströndinni í hjarta Ensku strandarinnar. Svæðið er frábært fyrir barnafjölskyldur. Fjölbreytt skemmtidagskrá og vatnaleiksvæði. 

Lesa meira

IFA Interclub Atlantic Hotel er 3ja stjörnu hótel  vel staðsett á Sam Augustin. Hótelið  býður upp á barnaklúbb og skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna, góðan sundlaugagarð með sólbekkjum og góðri aðstöðu til sólbaða.  Lítil verslun er á hótelinu ásamt tennisvelli og heilsurækt. Vel búin herb

Lesa meira

Smáhýsin Biarritz eru án efa eitt af þekktustu hótelunum á Ensku ströndinni. Staðsetningin er frábær, í hjarta Ensku strandarinnar og stutt í alla þjónustu, verslunarmiðstöðvar og ströndina. Útisundlaug og leikvöllur. 

Lesa meira

Riviera Vista er góð 3 stjörnu íbúðargisting við bæinn Playa del Cura á suðurströnd eyjunnar Gran Canaria - milli Puerto Rico og Puerto de Mogan. Snyrtileg og nýlega uppgerð íbúðargisting.

Lesa meira

Hotel Astoria er 3ja stjörnu hótel vel staðsett í Las Palmas, stutt er á Las Canteras ströndina. Hótelið er staðsett í göngufæri við eina helstu verslunargötu Las Palmas. Á hótelinu er þaksundlaug þar sem er aðstaða til sólbaða. 

Lesa meira

Hotel Escorial & Spa er þriggja stjörnu hótel á Ensku ströndinni. Hótelið staðsett nálægt Burras ströndinni sem er hluti af  Enskuströndinni. Gróðursæll garður með sundlaug og barnalaug. 

Lesa meira

Hotel IFA Continental  er gott 3ja stjörnu hótel nálægt Ensku ströndinni, stutt frá iðandi mannlífinu og ströndinni. Í garðinum er góð sundlaug og leikvöllur fyrir börnin. 

Lesa meira

Hótel Aloe Canteras er 3 stjörnu, einföld en stílhrein hótel gisting, staðsett á Playa de Las Canteras ströndinni í höfuðborg Gran Canaria - Las Palmas

Lesa meira

Dorado Beach er 3 stjörnu gisting, staðsett allveg við sjávarsíðuna í bænum Arguineguín á suðurhlta Gran Canaria. 15 mínútna akstur er niður á Playa del Ingles svæðið.

Lesa meira

Bungalows Parque Paraiso II er 3ja stjörnu einföld gisting staðsett í göngufæri við Kasbah verslunarkjarnans.

Lesa meira

Corona Blanca er einn eftirsóttasti gististaður Íslendinga undanfarin ár, enda á frábærum stað við Kasbah-torgið. Á hótelinu er góð þjónusta, rómaður veitingastaður, fallegur sundlaugargarður og í næsta nágrenni eru stórar verslunarmiðstöðvar

Lesa meira

Vel staðsett íbúðahótel á Ensku ströndinni. Fjölmargar verslanir, veitingastaðir og barir eru í næsta nágrenni. Staðsett  á einum eftirsóttasta stað Ensku strandarinnar. Einföld gisting, íbúðirnar eru rúmgóðar með einu eða tveimur svefnherbergjum. 

Lesa meira

Vel staðsett íbúðagisting við Avenida de Tirajana sem er rétt við Yumbo Center. Roque Nublo er með einföldum og björtum íbúðum, góðum sundlaugargarði og upphitaðri sundlaug. Í byggingunni er góðir veitingastaðir s.s. Las Brasas, El Duke og Naboen

 

Lesa meira

2ja stjörnu íbúðagisting staðsett við Tirajana götuna. Teneguia er í nálægð við verslunarsvæðið Yumbo Center. Stutt er í alla þjónustu, verslanir og veitingahús. Ganga niður að strönd tekur u.þ.b. 10 mínútur.  

Lesa meira

Rúmgóðar stúdíóíbúðir á líflegu svæði á ensku ströndinni, skammt frá verslunarmiðstöðvunum Metro og La Kasbah og fjölda veitingahúsa og bara. Aðeins 250 metrar á ströndina.

Lesa meira

Vel staðsett íbúðagisting á Ensku ströndinni, um 500 metra frá ströndinni. Veitingastaðir og barir í næsta nágrenni.

Lesa meira

Los Arcos er tveggja stjörnu bungalow gisting staðsett í 10 mín fjarlægð frá Yumbo Centrum. Við hvert hús er verönd með borðum og stólum. 

Lesa meira

Íbúðahótelið Dorotea er vel staðsett í aðeins tveggja mínútna fjarlægð frá ströndinni og í næsta nágrenni við bari og verslanir. Einfaldar íbúðir með tveimur svefnherbergjum og fullbúnum eldhúskrók. Upphituð sundlaug og sólbaðsaðstaða.

Lesa meira

Nýlega uppgerðar stúdíóíbúðir rétt við ströndina.  Í göngufæri við helstu verslanir og veitingastaði svo sem Yumbo Center og Cita. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.

Lesa meira

Don Diego er fín 2ja stjörnu íbúðagisting á Ensku ströndinni. Einfaldar, snyrtilegar íbúðir og góður garður með sundlaug. 15 mínútna gangur í hið fræga Yumbo center og stutt er í ströndina. 

Lesa meira

Los Caribes einföld íbúðagisting, vel staðsett á Playa del Ingles og í um 100 metra fjarlægð frá ströndinni. Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi og búnar helstu þægindum, svo sem eldhúskrók, baðherbergi og svefnsófa. 

Lesa meira

Hótel Luz Playa er 2 stjörnu, einföld en stílhrein íbúðargisting, staðsett á Playa de Las Canteras ströndinni í höfuðborg Gran Canaria - Las Palmas

Lesa meira

Santa Clara er einföld íbúðagisting gisting á Ensku ströndinni nálægt Yumbo Center og Kasbah. Sundlaug og tennisvöllur.  

Lesa meira

Apartmentos Babalu er einföld íbúðagisting í Puerto Rico á Gran Canaría. Einfaldar íbúðir með einu svefnherbergi og svölum. Stór garður með útisundlaug og leikvelli og stutt í alla helstu þjónustu. 

Lesa meira

Cordial Sandy golf er 1 stjörnu smáhúsa gisting á Maspalomas svæðinu á suðurhluta Gran Canaria.

Lesa meira