Gran Canaria - Alltaf klassísk!

Það má með sanni segja að Gran Canaria sé reynsluboltinn í sólarlandafjölskyldunni. Það leiðist engum á eyjunni, enda frábært úrval af fjölbreyttri skemmtun fyrir krakka, fullorðna, ömmur og afa á þessari draumaeyju. Á Kanarí mætast frábærir gististaðir, hagstætt verð og mild sólin.

Draumaeyjan í Atlantshafi

Á Gran Canaria njóta börn og fullorðnir sín í botn undir mjúkri sólinni, en veðurfar er jafnt á eynni nánast allt árið um kring. Því er hægt að svamla í sundlauginni í janúar, jafnt sem í júlí. Gran Canaria er þriðja stærsta í eyjan í Kanarí-eyjaklasanum og hefur um áratugaskeið verið langvinsælasti áfangastaður sólþystra Íslendinga á farandsfæti.

Hagstætt verðlag og verslun

Kanaríeyjum er stundum líkt við fríhöfn þar sem verðlag er fremur hagstætt, sérstaklega á merkjavöru af öllu tagi og hvers konar skarti. Þar er til dæmis hagsætt að versla úr, skartgripi, myndavélar, hljómtæki og rafmagnsvörur. Þar er líka að finna ótal götusala sem sem selja allt það glingur sem hugurinn girnist. Eins eru settir upp götumarkaðir reglulega þar sem hægt er að grafa upp ýmislegt glingur og gersemar.
Á mörkuðum og hjá götusölum er svo um að gera að prútta um verðið, enda viðtekin venja og besta skemmtun.

Á daginn ræður surðæn stemning ríkjum á Kanarí sem er tilvalið í hverskyns letilíf en á næturnar lifna skemmtistaðir og diskótek við þar sem dansað er frá kvöldi og inn í nóttina. Eins eru ótal krár og barir sem gaman er að setjast inn á kvöldin.

Fjöldi gómsætra veitingahúsa er líka að finna á Kanarí þar sem allir í fjölskyldunni finna eitthvað við sitt hæfi. Matur og drykkur á Gran Canaria er á mjög góðu verði, sem er enn ein ástæðan fyrir því að fólk sem þangað sækir kemur aftur og aftur. 

Við erum með samninga við fjölbreytt úrval gististaða þannig allir ættu að geta fundið herbergi, íbúðir eða hús sem henta sér og sínum á góðu verði.

Enska ströndin

Flestir hafa heyrt um Ensku ströndina, eða Playa de Ingles, á Kanaríeyjum sem Íslendingar hafa sótt í fjölda ára. Nafnið á bæði við um ströndina og bæinn sjálfan. Ströndin teygir sig til San Augustin í austri og Maspalomas í vestri. Þar er fjörugasta mannlífið, fjöldi góðra gististaða, þjónusta og skemmtun í göngufjarlægð. Þar er líka að finna stærstu verslunarmiðstöðvar eynnar, Yumbo, Cita og Kasbah með fjölda verslana, veitinga- og skemmtistaða.

Maspalomas

Maspalomas ströndin er rólegri, þar er umhverfið töfrandi með fögrum görðum og rólegri stemningu. Þar er mesta úrvalið af smáhýsum og hinn þekkti Faro viti, sem lengi hefur verið táknmynd Kanaríeyja . Þar er að finna verslunarmiðstöðina Faro II og 18 holu golfvöll ásamt vatnsrennibrautargarði. Í Maspalomas er líka fjöldi fyrsta flokks veitingahúsa og fjölbreytt mannlífið heillar jafnt að nóttu sem degi.

 

Puerto Rico - smábátahöfn

Puerto Rico er afar sjarmerandi og fallegur bær á suðvesturhluta eyjunnar Gran Canaria. Bærinn hefur byggst að mestu leyti upp í kringum smábáthafnirnar, en í dag eru þær tvær og við aðra þeirra er að finna ströndina Playa de Puerto Rico. Þar eru fallegir veitingastaðir við sjóinn og góð sólbaðsaðstaða við himinblátt hafið. Bærinn hefur byggst upp í kringum tvær víkur eða tvo dali og rísa hæðirnar í kring tignarlegar yfir svæðið.

Í dalbotninum er að finna skemmtilegt svæði með verslunum, verslunarmiðstöðum, veitingastöðum og leiksvæðið „Angry Bird´s“ sem hentar vel fyrir ungu kynslóðina. Rétt utan við bæinn er svo hin nýja og fagra strönd Playa de Amadores þar sem hægt er að sóla sig allan daginn á hvítum sandi. Fagurblár sjór, veitingastaðir og verslanir eru við ströndina og einnig Amadores Beach Club, sem býður uppá bekki og veitingar í fallegu umhverfi. Puerto Rico státar af einu besta loftslagi sem fyrir finnst á öllum Kanaríeyjunum, allt árið um kring. Við mælum sérstaklega með því að fólk leigi sér bíl og keyri meðfram strandlengjunni eða taki stræisvagnana sem ganga á mill allra bæjanna á suðurhlutanum, því stutt er yfir til Puerti Mogan og Playa del Ingles svæðanna.  

Við erum með fimm ólíkar gistingar í boði á þessu skemmtilega svæði. Við smábátahöfnina er að finna ótrúlega falleg íbúðarhótel sem hafa allt til alls og henta fólki sem kýs meiri „lúxus“ og vill vera miðsvæðis.
Fyrir þá sem þora og geta erum við einnig með gistingar í hlíðunum fyrir ofan svæðið, en þaðan er ótrúlega fallegt útsýni yfir bæinn, smábátahöfnina og Atlantshafið. Þessar gistingar henta ekki þeim sem eiga erfitt með gang. Til að komast niður í bæinn er hægt að taka leigubíla sem tekur um 5 mínútur og kostar um 5 evrur hvor leið.

 

Puerto de Mogan - „Litlu Feneyjar“

Einn af fallegustu bæjum eyjunnar er Puerto de Mogan, sem er staðsett á suðvestur hluta Gran Canaria. Puerto de Mogan er stundum kallað litlu Feneyjar sem er kannski nafn með rentu þar sem hafnarsvæðið er allt byggt upp í kringum lítil síki með fallegum veitingastöðum og skemmtilegum gönguleiðum milli húsanna. Þessi einstaki hafnarbær hefur að geyma ótrúlega fallegt og róandi andrúmsloft sem fær mann algjörlega til þess að slaka á, njóta og hvílast. Falleg strönd er við höfnina með veitingastöðum og börum og þar fyrir ofan eru svo verslanir og útivistar svæði.

Gistingarnar okkar á svæðinu eru glæsilegar og hannaðar til að gefa fólki tækifæri á að slaka á og njóta hverrar sekúntu í fallegum vistarverum og görðum sem umlykja hótelin. Þetta svæði hentar öllum, sem vilja lúxus og endurnæringu á líkama og sál.

Las Palmas - Höfuðborg Gran Canaria

Las Palmas er höfuðborg Gran Canaria og um leið Austurhéraðs Kanaríeyja, en eyjarnar eru tvö héruð af sautján héruðum Spánar. Í Las Palmas býr um helmingur allra íbúa Austurhéraðs. Í borginni er fjölbreytilegt menningar- og mannlíf jafnt að nóttu sem degi, sérstaklega í gamla borgarhlutanum. Kaffihús eru þar á hverju strái, sem og einstök flóra veitingastaða og öldurhúsa þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Við mælum sérstaklega með dagsferðar til þessarar skemmtilegu, líflegu borgar þar sem gaman er að skoða mannlífið, smakka alvöru spænskan mat og njóta lífsins.

 

Gistingar á Gran Canaria

Lopesan Villa del Conde er frábært 5 stjörnu lúxushótel með vel útbúnum herbergjum og svítum á góðum stað rétt við ströndina á Meloneras. Hótel fyrir hjón, pör og barnafjölskyldur. Skemmtidagskrá, barnadagskrá, fimm sundlaugar og heilsulind. Frábært hótel fyrir þá sem vilja alvöru lúxus.

Lesa meira

Hotel Seaside Palm Beach er gott 5 stjörnu hótel staðsett 100 metrum frá Maspalomas ströndinn. Barnalaug og sundlaug í garðinum ásamt góðri sólbaðsaðstöðu. Afþreying fyrir börn og fullorðna og lifandi tónlist. 

Lesa meira

Hótel Riu Palace Oasis er fínt 5 stjörnu hótel. Auðvelt er að njóta þægindanna á hótelinu en þar er veitingastaður, sundlaug, barnalaug, leiksvæði, heilsulind og fleira. Hótelið hefur verið opnað eftir gagngerar endurbætur. 

Lesa meira

Bohemia Suites & Spa fallegt 5 stjörnu lúxus hótel aðeins fyrir fullorðna. Góð aðstaða er á hótelinu, sundlaugar, heilsulind, veitingastaður, líkamsrækt og margt fleira. Herbergin eru fallega innréttuð og þægileg. Ath. hótelið er aðeins fyrir 18 ára og eldri.

Lesa meira

Barbacan Sol er 4ra stjörnu íbúðargisting og smáhýsi og er einn vinsælasti gististaður okkar til margra ára. Gisting eins og hún gerist best á Kanaríeyjum, á góðum stað á Ensku ströndinni, með mjög góðri aðstöðu og þjónustu. Góður garður með sundlaug og barnalaug. Frábær gisting fyrir alla!

Lesa meira

Hótel Costa Canaria er fallegt og vel hannað 4ra stjörnu hótel staðsett á San Agustin ströndinni, í um 30 mínútna gangi frá Playa del Ingles. Hótelið er einungis fyrir 18 ára og eldri. 

Lesa meira

Abora Catarina by Lopesan Hotels er 4ra stjörnu hótel vel staðsett á Ensku ströndinni. Einstaklega fallegur garður með hitabeltisgróðri, tvær sundlaugar ásamt barnalaug, skemmtidagskrá, afslappandi og þægilegt andrúmsloft. 

Lesa meira

Abora Buenaventura er ný uppgert og mjög þægilegt 4ra stjörnu hótel á Ensku ströndinni. Góð þjónusta og mikil skemmtidagskrá fyrir börn sem fullorðna. Stutt er í alla þjónustu. 

Lesa meira

Corallium Dunamar by Lopesan Hotels er gott 4ra stjörnu hótel á besta stað á Ensku ströndinni. Góður, gróðursæll garður, úrval bara og veitinga, sundlaug sem snýr að sjónum og margt fleira. 

Lesa meira

Maspalomas Princess er glæsilegt 4ra stjörnu hótel staðsett um 3 km frá Ensku ströndinni, milli Ensku strandarinnar og Meloneras. Stór og góður sundlaugagarður í suðrænum stíl er við hótelið með góðri sólbaðsaðstöðu með mikið af bekkjum.

Lesa meira

Hotel Cristina er mjög vel staðsett 4ra stjörnu hótel í Las Palmas um 50 metra frá Puerto de La Luz höfninni. Snyrtilegur pallur með sundlaug og sólbekkjum.  Björt og fallega innréttuð herbergi með loftkælingu. 

Lesa meira

Vital Suites er frábær 4ra stjörnu gisting rétt hjá Maspalomas Golf golfvellinum á Kanarí og er því tilvalið fyrir þá sem vilja spila golf. Góður garður með sundlaug og barnalaug auk Bali-rúma til þess að slaka á í. Glæsilegar svítur sem samanstanda af svefnherbergi og stofu. 

Lesa meira

Hótel Labranda Marieta er gott 4ra stjörnu hótel sem er vel staðsett á Ensku ströndinni, Playa del Ingles og er í aðeins um 200 metra frá ströndinni. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.

 

Lesa meira

Labranda Playa Bonita er 4ra stjörnu hótel staðsett á Ensku ströndinni um 450 metra frá ströndinni. Fínn sundlaugagarður með sólbaðsaðstöðu, sundlaugabar, veitingastað og leikvelli fyrir börnin. Fjölskylduvænt hótel og allt innifalið

Lesa meira

Hótel Labranda Bronze Playa er huggulegt 4 stjörnu hótel á ensku ströndinni. Góður kostur hvort sem þú ert að ferðast með fjölskyldunni, maka, vin eða ein/n. Stutt að ganga á ströndina. Herbergin eru góð og björt útbúin því helsta. Á hótelinu er allt innifalið.

Lesa meira

Design Plus Bex er nýtt 4ra stjörnu hótel opnað i febrúar 2018. Hótelið er staðsett í hjarta Las Palmas þar sem stutt er í allt það helst, s.s. verslunarmiðstöðvar, söfn og strendur. Hótelið er einnig tilvalið fyrir viðskiptaferðir.

Lesa meira

Cordial Green Golf eru góð 3ja stjörnu smáhýsi staðsett rétt við golfvöllinn á Maspalomas. Húsin eru 250 talsins og eru öll á tveimur hæðum. Í garðinum er sundlaug og barnalaug ásamt leikvelli. Frí skutla er niður á ströndina og á Ensku ströndina. 

Lesa meira

Cordial Mogán Valle er gott 3ja stjörnu fjölskylduvænt íbúðahótel í hinum fallega strandbæ Puerto de Mogán. Hótelið er í dæmigerðum kanarískum byggingastíl, í tveimur byggingum með gestamóttöku í miðjunni. Við hótelið er tennisvöllur, tækjasalur og heilsulind. Athugið að rútuferðir til og frá fl

Lesa meira

RIU Don Miguel er gott 3ja stjörnu hótel, vel staðsett á Ensku ströndinni.  Skemmtidagskrá, góður garður með sundlaug sem upphituð er yfir vetrarmánuðina. Þetta hótel er einungis fyrir 18 ára og eldri.

Lesa meira

Gott og snyrtilegt hótel á friðsælum stað ofarlega á Maspalomas svæðinu við Sonnenland. Stór og góður garður með sundlaug, barnalaug og leiksvæði fyrir börnin. Á hótelinu er hægt að kaupa allt fæði. Frábær kostur fyrir fjölskyldur.

Lesa meira

Vel staðsett 3ja stjörnu hótel á Ensku ströndinni. Mikið um að vera í garðinum á daginn fyrir gesti á öllum aldri. Stutt í verslanir, veitingastaði og bari. Hægt að velja um hálft fæði eða allt innifalið. 

Lesa meira

Bungalows Parque Cristobal eru 3ja stjörnu, mjög góð smáhýsi stutt frá ströndinni í hjarta Ensku strandarinnar. Svæðið er frábært fyrir barnafjölskyldur. Fjölbreytt skemmtidagskrá og vatnaleiksvæði. 

Lesa meira

Abora Interclub Atlantic, áður IFA Interclub Atlantic Hótel, er 3ja stjörnu hótel  vel staðsett í bænum San Augustin, stutt frá Ensku ströndinni. Hótelið  býður upp á barnaklúbb og skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna, góðan sundlaugagarð með sólbekkjum og góðri aðstöðu til sólbaða.  

Lesa meira

Smáhýsin Biarritz eru mjög fín smáhýsi staðsett á Ensku ströndinni rétt hjá Yumbo, Cita og Sandia. Staðsetningin er frábær í hjarta Ensku strandarinnar og stutt í alla þjónustu, verslunarmiðstöðvar og ströndina. Útisundlaug og leikvöllur. 

Lesa meira

Hotel Bull Escorial & Spa er 3ja stjörnu hótel á Ensku ströndinni. Hótelið staðsett nálægt ströndinni. Gróðursæll garður með sundlaug og barnalaug.

Lesa meira

Hotel Abora Continental,  IFA Continental  er gott 3ja stjörnu hótel nálægt Ensku ströndinni, stutt frá iðandi mannlífinu og ströndinni. Í garðinum er góð sundlaug og leikvöllur fyrir börnin. 

Lesa meira

Dorado Beach er 3ja stjörnu gisting, staðsett alveg við sjávarsíðuna í bænum Arguineguín á suðurhluta Gran Canaria. 15 mínútna akstur er niður á Ensku ströndina, Playa del Inglés svæðið.

Lesa meira

Bungalows Parque Paraiso II er 3ja stjörnu einföld gisting staðsett í göngufæri við Kasbah verslunarkjarnann.

Lesa meira

Hótel Lemon & Soul Las Palmas, áður hótel Atlanta er 3ja stjörnu hótel staðsett í höfuðborg Kanaríeyja Las Palmas. Hótelið var gert upp veturinn 2019. Hótelið er vel staðsett og stutt er í allt það helsta frá hótelinu. 

Lesa meira

Bex Deluxe Suites er íbúðarhótel hannað í nútímalegum stíl. Hótelið er staðsett í hjarta Las Palmas þar sem stutt er í allt það helsta, s.s. verslunarmiðstöðvar, söfn og strendur. Hótelið er tilvalið fyrir fjölskyldur eða viðskiptaferðir. Bex Deluxe Suites er staðsett beint fyrir framan Design Plus BEX Hotel og er hægt að f&

Lesa meira

Corona Blanca er ein eftirsóttasta íbúðargisting Íslendinga undanfarin ár, enda á frábærum stað við Kasbah-torgið á Ensku ströndinni. Á gististaðnum er góð þjónusta, rómaður veitingastaður í byggingunni og kaffihús, fallegur sundlaugargarður og í næsta nágrenni eru verslanir og ströndin innan seilingar

Lesa meira

Vel staðsett íbúðagisting á Ensku ströndinni. Fjölmargar verslanir, veitingastaðir og barir eru í næsta nágrenni. Einföld gisting, íbúðirnar eru rúmgóðar með einu eða tveimur svefnherbergjum.

Lesa meira

Roque Nublo er vel staðsett íbúðagisting við götuna Avenida de Tirajana sem er rétt við Yumbo Center. Roque Nublo er með einföldum og björtum íbúðum, góðum sundlaugargarði og upphitaðri sundlaug. Í byggingunni er góðir veitingastaðir s.s. Las Brasas, El Duke, Reno og Naboen

 

Lesa meira

Í sólarlottói bókar þú áfangastað á ákveðnu ferðatímabili og þar með tekur þú þátt í lottói um á hvaða gisingu þú lendir.

Skömmu fyrir brottför staðfestum við á hvaða gististað þú verður!

Lesa meira

Teneguia er 2ja stjörnu íbúðagisting staðsett við Tirajana götuna. Teneguia er í nálægð við verslunarsvæðið Yumbo Center og minigolf Yumbo. Stutt er í alla þjónustu, verslanir og veitingahús. Ganga niður að strönd tekur u.þ.b. 10 -15 mínútur.  

Lesa meira

Rúmgóðar stúdíóíbúðir á líflegu svæði á Ensku ströndinni, skammt frá verslunarmiðstöðvunum Metro og Kasbah og fjölda veitingahúsa. Aðeins 250 metrar eru á ströndina.

Lesa meira

Íbúðahótelið Dorotea er vel staðsett í aðeins 5 mínútna fjarlægð frá ströndinni og í næsta nágrenni við bari og verslanir. Einfaldar íbúðir með tveimur svefnherbergjum og fullbúnum eldhúskrók. Upphituð sundlaug og sólbaðsaðstaða.

Lesa meira

Stúdíóíbúðir rétt við ströndina á Playa del Ingles.  Í göngufæri við helstu verslanir og veitingastaði svo sem Yumbo Center og Cita. Hótelið er eingöngu fyrir 18 ára og eldri.

Lesa meira

Don Diego er fín 2ja stjörnu íbúðagisting á Ensku ströndinni. Einfaldar, snyrtilegar íbúðir og góður garður með sundlaug. 15 mínútna gangur í Yumbo Center og stutt er á ströndina. 

Lesa meira

Servator Barbados er einföld íbúðagisting með svölum, eldhúskrók og baðherbergi. Stutt í helstu þjónustu og afþreyingu; Yumbo Centre, golfvöll og Ensku ströndina. 

Lesa meira

Santa Clara er einföld íbúðagisting á Ensku ströndinni nálægt Yumbo Center og Kasbah. Sundlaug og tennisvöllur.  

Lesa meira

Cordial Sandy golf er 1 stjörnu smáhýsi á Maspalomas svæðinu á suðurhluta Gran Canaria.

Lesa meira