Albir - Demantur Costa Blanca
Ekta Spánn
Það má með sanni segja að litlu, steinsteyptu götur Albír og lágreist húsin séu í hróplegri mótsögn við stórhýsi Benidorm. Ströndin er sérstaklega falleg blanda af sandi og steinvölum sem hentar vel til bæði sól- og sjóbaða. Hún hefur líka fengið viðurkenningar fyrir að vera sérlega hrein og tær.
Fólki með lítil börn er bent á að Albirströndin hentar börnum síður en hinar sendnu og aðgrunnu Levante og Poniente strendur á Benidorm eða strendurnar í Calpe. Verðlag í Albír og allstaðar í kringum Benidorm er mjög hagsætt, enda er það ein af ástæðunum fyrir því að svæðið hefur verið einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í tæp hundrað ár.
Fjölbreytt skemmtun í seilingarfjarlægð
Ekki er langt að sækja að komast í fjörið á Benidorm. Samgöngur á svæðinu eru góðar og frá Albir er einungis 25 mínútna akstur til gamla bæjarins í Benidorm. Á Benidorm er alltaf nóg við að vera, þar eru ótal skemmtigarðar, næturklúbbar og frábærir veitingastaðir.
Dýragarðinn Terra Natura ætti enginn að láta fram hjá sér fara, þar er að finna öll dýr frumskógarins. Munið bara eftir sólarvörninni því á Benidorm er sól nær allan ársins hring.
Enginn gleymir heimsókn í sædýragarðinn Mundomar. Garðurinn var stofnaður árið 1996 og er heimili yfir þrjátíu dýrategunda. Terra mitica er svo einn frægasti skemmtigarður heims. Garðurinn er mikil ævintýraveröld þar sem hægt er að kynnast sögu Grikklands, Egyptalands, Rómar og fleiri menningarsvæða og fara í ótal skemmtileg tæki. Aqualandia er stór vatnsrennibrautargarður þar sem bæði krakkar og fullorðnir skemmta sér konunglega í vatnsrennibrautum og sundlaugum.
Þetta er einungis lítið brot af þeirri fjölbreyttu skemmtun sem er í boði fyrir alla aldurshópa á Benidorm.
Gistingar á Costa Blanca svæðinu
Paraiso Centro er snyrtilegt, einfalt og mjög vel staðsett íbúðagisting stutt frá gamla bænum í Benidorm. Einfaldar, snyrtilegar og rúmgóðar íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum, eldhúsi, baði, stofu og svölum sem snúa út í garð. Stutt er í alla þjónustu, t.d. matvörumarkaðinn Mercadona, banka og verslanir.