Almería - Sumarstaður fjölskyldunnar!
Töfrandi strandbær
Aðgengi á svæðinu Roquetas de Mar er einstaklega gott og hótelin okkar standa flest við, eða mjög nálægt fallegri ströndinni. Lítið er um brekkur og svæðið er því mjög þægilegt yfirferðar. Bærinn sjálfur hefur gefið orð á sér fyrir að vera snyrtilegur og yfirvöld passa að öllu sé vel við haldið.
Meðfram ströndinni liggur skemmtileg göngugata sem ferðalangar geta notið þess að spóka sig um á, horfa yfir hafið og smakka allar þær dýrðir sem Spánn hefur upp á að bjóða. Í borginni má líka finna fjölda veitingahúsa, verslana, pöbba, skemmtistaði og 18 holu golfvöll sem staðsettur er í miðjum bænum.
Nóg er um að vera á svæðinu öllu, bæði í Roquetas de Mar, í bæjunum í kring og í iðandi borginni Almeria. Bara í Roquetas de Mar má finna vatnsrennibrautargarð, sædýrasafn, go-kart braut, sérstök línuskautasvæði, fallega smábátahöfn og lítinn barnaskemmtigarð fyrir yngstu ferðalangana.
Frábærir verslunarmöguleikar
Í Roquetas de Mar er stærsta verslunarhús Andalúsíu héraðsins, Gran Plaza. Þar eru til að mynda verslanir á borð við H&M, Massimo Dutti, Casa, Pull & Bear, Jack & Jones, Toys R Us og auðvitað Zara. Í heildina eru verslanir í verslunarhúsinu 125 og gefur því auga leið að úrvalið er mjög fjölbreytt. Það ættu líka allir að finna eitthvað við sitt hæfi því þar er fjöldi veitingahúsa, leiktækjasalur, keiluhöll og 13 sala kvikmyndahús.
Alla fimmtudaga er haldinn útimarkaður í borginni þar sem ferðalangar geta gengið um á meðal heimamannana og eflaust nælt sér í spænskar gersemar á góðu verði.
Þeir sem vilja spóka sig um utan bæjarmarkanna býður svæðið í kringum Roquets de Mar upp á ótal möguleika. Akstur til Almeria tekur einungis um hálfa klukkustund og eru samgöngur tíðar og ódýrar.
Fjölbreyttir gististaðir
Á Roquetas de Mar bjóðum við upp á fjölbreytt úrval gististaða þannig allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Fjörug hótel með stórum sundlaugum eru kannski betri fyrir barnafjölskyldur meðan minni hótel hæfa fremur pörum eða einstaklingum.