Almería í hjarta Andalúsíu

- tilvalið fyrir fjölskyldur!

Sólríkar strendur, hvítkölkuð hús, nautaat, senjórítur og seiðandi flamenco-tónlist. Öll þessi sérkenni spænskrar menningar tilheyra næststærsta héraði Spánar, Andalúsíu. Allt í kringum Almeria er fjöldi lítilla þorpa, hvert með sitt einkenni og sjarma. Fyrir utan einstaka veðurblíðu og fallegar strendur er þar að finna fjölbreytt landslag, sterka menningu og elskulegt fólk.

 

Almería er best fyrir:

Roquetas De Mar

Spænska menningu

Góðar gistingar!

Gott að vita:

Tungumál:spænsk

Gjaldeyrir: evra (€)

Staðartími: 0 klst +

Flug til Almería:

Flogið til: LEI

Flugtími: 4+ 

Flogið með: Luxair

 

Strandbærinn Roquetas De Mar

Í um 20 km fjarlægð frá Almeria er strandbærinn Roquetas de Mar. Í bænum búa um 66 þúsund manns og er einstaklega skemmtilegt að sjá hvernig líf ferðamannsins og hins almenna borgara fléttast saman. Á Roquetas de Mar upplifir ferðamaðurinn svo sannarlega hina einstöku spænsku menningu. 

Þar er allt aðgengi einstaklega gott. Hótelin standa almennt við eða nálægt ströndinni. Lítið er um brekkur og svæðið því þægilegt yfirferðar. Bærinn er snyrtilegur og þar hefur öllu verið vel við haldið. Meðfram ströndinni er mjög skemmtileg göngugata þar sem lágreist hótel standa. Þar er einnig fjöldi veitingahúsa, verslana og kráa. 18 holu golfvöllur er staðsettur í miðjum bænum.

Spennandi afþreying og verslunarmöguleikar í boði

Mikil og fjölbreytt afþreying er í boði í og við Roquetas de Mar. Þar er m.a. vatnsrennibrautagarður, sædýrasafn, go-kart, línuskautasvæði, falleg smábátahöfn og lítill barnaskemmtigarður. Útimarkaður er haldinn alla fimmtudaga. Þar er einnig að finna stærsta verslunarhús Andalúsíuhéraðs, Gran Plaza en þar eru verslanir eins og H&M, Massimo Dutti, Casa, Pull & Bear, Jack & Jones, Zara og Toys R Us. Alls eru verslanirnar í Gran Plaza 125 og úrvalið því mikið og fjölbreytt. Þar er einnig fjöldi veitingahúsa, leiktækjasalur, keiluhöll og 13 sala kvikmyndahús.

Fjölbreytt mannlíf

Fyrir þá sem vilja skoða sig um er svæðið í kringum Roquetas de Mar mjög fjölbreytt. Akstur til Almeria tekur u.þ.b ½ klst og skemmtilegt að aka meðfram klettóttri ströndinni til borgarinnar. Almeria er lífleg 200 þúsund manna borg með fjölbreyttu mannlífi, verslunum, veitingahúsum og mörkuðum. Tilvalið er að ganga Römbluna og kíkja á fjölbreytt mannlífið. Góðar strætisvagnasamgöngur eru á milli Roquetas de Mar og Almeria.

Granada, fallegasti staðurinn í Andalúsíu

Fyrir þá sem vilja fara í lengri ferðalög er ógleymanlegt að heimsækja Granada, ein þekktasta og mest heimsótta borg Spánar. Granada var höfuðborg Andalúsíu á tímum mára, en arabar réðu yfir Granada í næstum 800 ár eða allt fram á 15. öld. Þeir voru þekktir fyrir mikla snilli í byggingalist og ber þá helst að nefna hina frægu Alambra höll, helsta aðdráttarafl ferðamanna. Granada er á heimsminjaskrá Unesco og er að margra áliti einn af fallegustu stöðum heims. Fjallgarðurinn Sierra Nevada umkringir borgina. Svæðið í kringum Sierra Nevada er eitt þekktasta skíðasvæði Spánar.

Gistingar á Roquetas de Mar

Protur Roquetas Hotel & Spa er glæsilegt 5 stjörnu hótel í nálægð við ströndina í Roquetas de Mar. Stutt er í alla þjónustu. Fallegur garður með góðri sólbaðsaðstöðu og glæsileg heilsulind. Frábær kostur fyrir þá sem vilja allt innifalið. 

Lesa meira

Hotel Neptuno er gott og vel staðsett 4ra stjörnu hótel um 300 metra frá ströndinni í Roquetas de Mar. Snyrtilegar, bjartar íbúðir með svölum. Í garðinum er stór sundlaug  með rennibraut og barnalaug. Fjölskylduvænt og gott hótel í nálægð við golfvöllinn Playa Serena. 

Lesa meira

Hotel Arena Center er hlýlegt 4ra stjörnu íbúðarhótel í göngufjarlægð frá ströndinni í Roquetas de Mar. Íbúðir með einu svefnherbergi. Á hótelinu eru tvær sundlaugar í garðinum, ein með heitum potti og önnur fyrir börnin. Á veturnar opnar hótelið innilaug.

Lesa meira

Roc Golf Trinidad  er frábærlega staðsett 4ra stjörnu hótel í Roquetas de Mar. Gengið er beint af hótelinu niður á strönd! Fjöldi verslana og veitingahúsa er í nágrenni hótelsins. Herbergi hótelsins eru nýlega uppgerð og öll sameiginleg aðstaða mjög góð. Frábær kostur fyrir þá sem vilja allt&

Lesa meira

Hotel Mediterraneo Park er fallegt 4ra stjörnu hótel frábærlega staðsett á ströndinni í Roquetas de Mar og í hjarta bæjarins. Á hótelinu er 1.100 fermetra sundlaug með barnalaug og nuddpotti. Skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna. Allt innifalið á hótelinu. Maturinn á þessu hóteli er góður og úrvalið mikið.

Lesa meira

Best Sabinal er gott 4ra stjörnu hótel staðsett alveg við ströndina í Roquetas de Mar og við hliðina á mini - tívolíinu í hjarta bæjarins. Góður garður með sundlaug og barnalaug. Stutt í alla þjónustu. Gestir geta valið hálft fæði eða allt innifalið á hótelinu. 

Lesa meira

Zoraida Garden Hotel er smekklega hannað 4ra stjörnu hótel með skemmtilegum garði, staðsett alveg við ströndina í Roquetas de Mar. Hótelið var endurbætur í janúar 2011. Frábær staðsetning þar sem gengið er beint niður á strönd frá hótelinu. Stór og góður sundlaugargarður með vatnsrennibrautum fyrir krakka. 

Lesa meira

Hotel Playasol er frábært 4ra stjörnu hótel við ströndina í Roquetas de Mar. Á hótelinu stór og fallegur garður með sundlaug, rennibrautum og fossum. Herbergin eru björt og fallega hönnuð. Mjög fjölskylduvænt hótel þar sem börnin fá að njóta sín. Gestir hafa val um hálft eða fullt fæði. 

Lesa meira

Bahia Serena er gott 4ra stjörnu íbúðahótel í  Roquetas de Mar. Stór sundlaug í garðinum og inni er lítil innilaug. Íbúðir með einu svefnherbergi, einfaldar en búnar öllum helstu þægindum. 

Lesa meira

Hotel Playacapricho er skemmtilegt 4ra stjörnu hótel við ströndina. Garðurinn á þessu hóteli er mjög gróðursæll og fallegur með sundlaug og rennibrautum. Krakkaklúbbur er starfandi á hótelinu og íþróttir í boði fyrir fullorðna. Skemmtilegt hótel fyrir alla fjölskylduna. 

Lesa meira

Pierre Vacances er nýleg þriggja stjörnu íbúðagisting í Roquetas de Mar. Tvær sundlaugar eru í garðinum þar af önnur barnalaug. Íbúðir með 2 svefnherbergjum. Íbúðirnar eru staðsettar um 500m frá strönd. Frábær kostur fyrir stórar fjölskyldur í leit að góðri gistingu.

Lesa meira

Hotel Playaluna er gott 3ja stjörnu hótel staðsett við Playa Serena ströndina, hótelið býður uppá fjölbreytta þjónustu. Um 4 km er í miðbæ Roquetas de Mar. Góður garður með aðstöðu til sólbaða, hægt er að fá leigð handklæði á bekkina. Góð sundlaug með rennibraut og heitum potti. 

Lesa meira

Estrella de Mar er gott 2 lykla íbúðahótel vel staðsett, stutt frá strönd í Roquetas de Mar. Garður með sundlaug. Íbúðir með einu svefnherbergi, lítið eldhús og svalir. 

Lesa meira

Maracay er einföld tveggja stjörnu íbúðargisting staðsett um 15 mín göngufjarlægð frá miðbæ Roquetas de Mar og í 150 metra fjarlægð frá ströndinni.

Lesa meira