Benidorm

Hótel Melia Benidorm er gott 4ra stjörnu hótel staðsett í Rincon de Loix svæðinu á Benidorm, um 900 metra frá Levante ströndinni. Við hótelið er góð sundlaug og fallegur garður. Mjög mikil og fjölbreytt skemmtidagskrá ásamt leiksvæði fyrir börnin. Á hótelinu er gott aðgengi fyrir hjólastóla.

GISTING 

Herbergin eru vel útbúin og ágætlega rúmgóð í miðjarðarhafsstíl. Herbergin snúa öll út að sundlaugagarðinum. Öll herbergin eru með baðherbergi, svölum, flatskjá, loftkældingu, þráðlausu neti (gegn gjaldi), teketil, öryggishólfi og mini-bar. Herbergin rúma mest 3 fullorðna. 

Athuga minibarskápar á herbergjum eru tómir.

AÐSTAÐA

Við hótelið er stór og góð sundlaug í fallegum gróðursælum garði, ásamt sólbaðsaðstöðu. Gott leiksvæði fyrir börn með barnalaug og rennibraut. Líkamsræktaraðstaða, sauna og nuddpottar. Á hótelinu er einnig upphituð innilaug. 

AFÞREYING

Mikil og fjölbreytt skemmtidagskrá er á hótelinu fyrir börn og fullorðna. Á daginn er hægt að stunda margskonar íþróttir eins og t.d. dansa zumba í lauginni. Á kvöldin er lifandi tónlist eða skemmtikraftar troða upp. 

VEITINGAR

Á hótelinu eru bæði veitingastaðir og barir. El Curt Buffet Restaurant býður upp á fjölbreytt hlaðborð með sérstöku horni fyrir hægeldað kjöt. El Moralet Cafeteria er snarlbar með hamborgara, samlokur, salat og fleiri léttari rétti. Þar geta gestir snætt hádegisverð á fallegri verönd og horft yfir sundlaugagarðinn.

El Algar Pub sérhæfir sig í kokteilum og blönduðum drykkjum. Hann er opinn á kvöldin og þar er hægt að fara í karíókí eða horfa á skemmtisýningu. Á hótelinu er einnig L'illa bar og Palapa bar. Barirnir eru árstíðarbundnir og því ekki hægt að ganga frá því vísu að þeir séu allir opnir á sama tíma. 

FYRIR BÖRNIN 

Skemmtilegt hótel fyrir börn. Í garðinum er sérstök barnalaug með rennibrautum og leikvöllur. Einnig er barnaklúbbur fyrir hressa krakka á aldrinum 5-12 ára. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett um 900 metra frá ströndinni Levante á Benidorm. Stutt er í verslanir og veitingastaði. 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum.  
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 
 
 

Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.

Vinsamlegast athugið:

Frá 8.janúar til 15.apríl fer fram viðhald  á tveimur útisundlaugum Melia Benidorm, innisundlaug hótelsins verður áfram opin þennan tíma.

19.mars er áætlað að opna 1 útisundlaug og frá 15.júlí  verða allar sundlaugar opnar.

Reynt verður að lágmarka ónæði eins og hægt er.

 

 

Upplýsingar

Avenida Severo Ochoa, 1 Benidorm - Alicante 03500 Spain

Kort