Hótel Melia Benidorm er gott 4ra stjörnu hótel staðsett í Rincon de Loix svæðinu á Benidorm, um 900 metra frá Levante ströndinni. Við hótelið er góð sundlaug og fallegur garður. Mjög mikil og fjölbreytt skemmtidagskrá ásamt leiksvæði fyrir börnin. Á hótelinu er gott aðgengi fyrir hjólastóla.
GISTING
Herbergin eru vel útbúin og ágætlega rúmgóð í miðjarðarhafsstíl. Herbergin snúa öll út að sundlaugagarðinum. Öll herbergin eru með baðherbergi, svölum, flatskjá, loftkældingu, þráðlausu neti (gegn gjaldi), teketil, öryggishólfi og mini-bar. Herbergin rúma mest 3 fullorðna.
Athuga minibarskápar á herbergjum eru tómir.
AÐSTAÐA
Við hótelið er stór og góð sundlaug í fallegum gróðursælum garði, ásamt sólbaðsaðstöðu. Gott leiksvæði fyrir börn með barnalaug og rennibraut. Líkamsræktaraðstaða, sauna og nuddpottar. Á hótelinu er einnig upphituð innilaug.
AFÞREYING
Mikil og fjölbreytt skemmtidagskrá er á hótelinu fyrir börn og fullorðna. Á daginn er hægt að stunda margskonar íþróttir eins og t.d. dansa zumba í lauginni. Á kvöldin er lifandi tónlist eða skemmtikraftar troða upp.
VEITINGAR
Á hótelinu eru bæði veitingastaðir og barir. El Curt Buffet Restaurant býður upp á fjölbreytt hlaðborð með sérstöku horni fyrir hægeldað kjöt. El Moralet Cafeteria er snarlbar með hamborgara, samlokur, salat og fleiri léttari rétti. Þar geta gestir snætt hádegisverð á fallegri verönd og horft yfir sundlaugagarðinn.
El Algar Pub sérhæfir sig í kokteilum og blönduðum drykkjum. Hann er opinn á kvöldin og þar er hægt að fara í karíókí eða horfa á skemmtisýningu. Á hótelinu er einnig L'illa bar og Palapa bar. Barirnir eru árstíðarbundnir og því ekki hægt að ganga frá því vísu að þeir séu allir opnir á sama tíma.
FYRIR BÖRNIN
Skemmtilegt hótel fyrir börn. Í garðinum er sérstök barnalaug með rennibrautum og leikvöllur. Einnig er barnaklúbbur fyrir hressa krakka á aldrinum 5-12 ára.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett um 900 metra frá ströndinni Levante á Benidorm. Stutt er í verslanir og veitingastaði.
Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.
Vinsamlegast athugið:
Frá 8.janúar til 15.apríl fer fram viðhald á tveimur útisundlaugum Melia Benidorm, innisundlaug hótelsins verður áfram opin þennan tíma.
19.mars er áætlað að opna 1 útisundlaug og frá 15.júlí verða allar sundlaugar opnar.
Reynt verður að lágmarka ónæði eins og hægt er.
Upplýsingar
Avenida Severo Ochoa, 1 Benidorm - Alicante 03500 Spain
Kort