Playa de las Americas

Hotel Zentral Center er fínt 4ra stjörnu hótel á Amerísku ströndinni. Hótelið er vel staðsett nærri aðalgötunni á Playa de las Americas, sem iðar af mannlífi með fjölbreytt úrval veitingastaða og verslana. Sundlaug og sólbaðsaðstaða er á þaki hótelsins. Þetta hótel er einungis fyrir 18 ára og eldri.

Herbergin eru smekklega innréttuð og rúmgóð með loftkælingu, sjónvarpi og síma. Athugið að engar svalir á herbergjum. Hægt er að leigja mini-bar og öryggishólf gegn gjaldi.  Ath.ekki eru svalir á herbergjum hótelsins.

AÐSTAÐA

Á hótelinu er góð aðstaða til sólbaða og lítil sundlaug ásamt nuddpotti og gufubaði. Hótelið er staðsett í verslunarmiðstöð og því stutt að fara í búðir. Athugið að enginn garður er á hótelinu og sundlaug og sólbaðsaðstaða er staðsett á eftstu hæð hótelsins.

VEITINGAR

Val er um morgunverð eða hálft fæði. Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð og þrír barir. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett á amerísku ströndinni og stutt er niður á „Laugaveg“ Kanarí. Stutt frá er hið fræga tré Almácigo de Arone, gamli bærinn, Los Cristianos markaðurinn. 

AÐBÚNAÐUR HOTEL ZENTRAL CENTER 

Tvíbýli

Einungis fullorðnir 

Morgunverðurhálft fæði 

Útisundlaug 

Nuddpottur 

Gufubað 

Hlaðborðsveitingastaður 

Bar 

Sólbekkir 

Loftræsting 

Þráðlaust internet(gegn greiðslu) 

ATH

Engar svalir á hótelinu.

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundið. 

Upplýsingar

Avda. Antonio Dominguez s/n 38660, Playa de Las Americas

Kort