Milords Suites er 3ja stjörnu íbúðagisting sem er einstaklega vel staðsett í hjarta gamal bæjarins á Benidorm stutt frá Poniente ströndinni. Þessi íbúðargisting er ein af örfáum gistingum sem nær að sameina óviðjafnanlega stemmingu gamla bæjarins í Benidorm og það að vera nánast á ströndinni. Sólbaðsaðstað er á efstu hæðinni. Að okkar mati eru Milord Suites góðar íbúðir sem sameina kosti 3ja stjörnu gistingar, nálægð við strönd og fjörugt mannlíf. Sjón er sögu ríkari og á vefsíðu Milords Suites (linkur hér að neðan) má sjá fleiri myndir af gististaðnum! Gestir þurfa að yfirgefa íbúðirnar kl. 10:00 á brottfarardag.
GISTING
Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi og sjávarsýn. Þær eru vel búnar með eldhúskrók og baðherbergi. Athugið að við komu greiðist 50 evru trygging fyrir íbúðinni. Tryggingarféð er svo endurgreitt við brottför miðað við að íbúðin sé í lagi.
AÐSTAÐA
Á efstu hæð er sólbaðsaðstaða sem er eingöngu fyrir gesti hótelsins. Auk þess er lítill líkamsræktarsalur á hótelinu(einungis nokkur tæki) til afnota fyrir gesti.
VEITINGAR
Á jarðhæð er veitingastaður/kaffihús þar sem hægt er að fá fjölbreytta rétti allt frá kjarngóðum morgunverði til fjölbreyttra spænskra rétta. Svo er líka hægt að kaupa sér þar nýtt brauð og fara með upp í íbúð og spara þar með ferðina í bakaríið.
STAÐSETNING
Íbúðirnar eru staðsettar þar sem gamli bærinn byrjar Poniente megin á ströndinni, en rétt við ströndina. Þær eru því í göngufjarlægð frá öllum helstu veitingastöðum sem bærinn státar af og um leið innan við 50 metra frá Poniente ströndinni og smábátahöfninni.
AÐBÚNAÐUR Á MILORD SUIETES
Útisundlaug(árstíðarbundin)
Sólbaðsaðstaða
Bar
Veitingastaður/kaffihús
Íbúðir með einu svefnherbergi
Gæludýrahald (hámark 5kg) er leyft á hótelinu
Boðið er uppá akstur milli Alicante flugvallar og gististaða á Benidorm, Albir, Altea og Calpe á öllum flugdögum yfir sumartímann. Ef ekki fæst næg þátttaka áskiljum við okkur rétt á því að fella aksturinn niður. Farþegar verða látnir vita með nokkra daga fyrirvara ef um slíkt er að ræða.
Upplýsingar
Paseo de la carretera 52, Benidorm, Alicante, Spánn
Kort