Playa de las Americas
Oro Blanco er einföld 2 stjörnu íbúðargisting, staðsett við jaðar Playa de las Americas. Lítill garður með sundlaug og sólbaðsaðstöðu. 
 
GISTING
 
Gestir geta valið um íbúðir með einu 2 eða 3 svefnherbergjum. Íbúðirnar hafa allar sjónvarp, öryggishólf (gegn aukagjaldi), brauðrist, verönd og lítið eldhús. ATH að ekki er loftkæling í íbúðunum. 
 
AÐSTAÐA
 
Garðurinn er ekki stór, en þar er að finna 1 sundlaug ásamt sólbaðsaðstöðu og á 3 hæð er svo önnur sólbaðsaðstaða eða „solarium“. Sundlaugarbar og kaffihús eru við laugina með fríu interneti. Þvottaaðstaða er á hótelinu gegn gjaldi. Hótelið er staðsett við umferðargötu og geta íbúðirnar snúið að götunni eða garðinum. Ekki er hægt að panta hvernig íbúðirnar snúa. Við komu þarf að borga 30 evru tryggingargjald fyrir hverja íbúð sem fæst endurgreitt við brottför. 
 
STAÐSETNING
 
Rétt hjá golfvellinum. Um það bil 800 metrar í ströndina af hótelinu. 
 
AÐBÚNAÐUR Á ORO BLANCO 
 
Útisundlaug 
 
Sólbaðsaðstaða
 
Íbúðir með 2 eða 3 svefnherbergjum
 
Sjónvarp
 
Öryggishólf (gegn gjaldi) 
 
Baðherbergi
 
Lítið eldhús
 
Sundlaugarbar 
 
Frítt internet (á ákveðnum svæðum) 
 
Þvottaðastaða
 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Upplýsingar

Av. Arquitecto Gómez Cuesta, 12, 38650 Arona, Santa Cruz de Tenerife, Spain

Kort