Roquetas de Mar

Maracay er einföld tveggja stjörnu íbúðargisting staðsett um 15 mín göngufjarlægð frá miðbæ Roquetas de Mar og í 150 metra fjarlægð frá ströndinni. Í nágrenni við hótelið eru verslanir og veitingastaðir.

GISTING

Um er að ræða 2ja og 3ja herberja íbúðir fyrir 4 - 8 eru innréttaðar á einfaldan hátt  allar með borðstofu, svefnsófa í stofu og svölum. Eldhúsið er vel búið með þvottavél, kaffivél, örbylgjuofni og ísskáp.

AÐSTAÐA

Lítill garður með sundlaug og barnalaug er á hótelinu ásamt sólbaðsaðstöðu. Matvöruverslun er í göngufjarlægð frá hótelinu. 

VEITINGASTAÐUR

Veitingastaður sem sérhæfir sig í spænskri matargerð  ásamt bar er á hótelinu.

AÐBÚNAÐUR Á HÓTELI

Loftkæling í herbergjum ekki stofu

Frítt WiFi í opnu rými

Gestamóttaka

Lyfta

Barnalaug

Sólbaðsaðstaða

Bar

Veitingastaður

Þrif einu sinni í viku

Skipt á handklæðum tvisvar í viku

Greiða þarf tryggingargjald 100 euro sem fæst endurgreitt við brottför

 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

 

Upplýsingar

Calle Maracay, 2, 04740 Roquetas de Mar, Almería, Spánn

Kort