Costa Adeje

Panoramica Heights Aparthotel er mjög fínt 3ja stjörnu íbúðahótel staðsett í fjallshlíðum fyrir ofan Costa Adeje, Tenerife. Á hótelinu er útisundlaug og fallegt útsýni er úr hótel garðinum. Hótelið er staðsett í hlíð og virkilega fallegt útsýni er af veitingastaðnum og garðinum. Allar íbúðir eru með sjávarsýn. Hentar vel fjölskyldum sem vilja eyða góðum tíma á hótelinu á rólegum stað. Athugið þó að hótelið er staðsett hátt uppi í hlíðunum fyrir ofan Costa Adeje, í um 1 km fjarlægð frá ströndinni. Við mælum því ekki með þessu hóteli fyrir fólk sem á erfitt með gang, þar sem mjög brattar brekkur ganga upp að hótelinu. Rúta gengur þó nokkrum sinnum á dag niður á strönd. Mjög fallegt útsýni er úr hótel garðinum yfir alla Playa de las Americas ströndina. Við mælum einnig með því að fólk leigi sér bíl meðan á dvöl þeirra stendur. 

GISTING 

Val er um stúdíó, íbúðir með einu svefnherbergi, íbúðir með þremur svefnherbergjum fyrir stærri fjölskyldur og hópa. Íbúðirnar eru snyrtilegar og búnar öllum helstu þægindum. Í öllum íbúðum er sjónvarp, lítið eldhús með eldunaraðstöðu og ískáp, baðherbergi og svalir. Íbúðirnar eru reglulega þrifnar. 

AÐSTAÐA 

Fallegt útsýni er úr sundlaugagarðinum þar sem gestir geta sólað sig eða tekið sundsprett í útisundlaug hótelsins. Frí bílastæði eru í boði fyrir gesti en eru þó háð framboði. Sólarhringsmóttaka og lítil verslun er á hótelinu. Frítt þráðlaust internet er í boði í sameiginlegu rými hótelsins. 

VEITINGASTAÐIR 

Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð sem framreiðir morgun-, hádegis og kvöldverð. Dásamlegt útsýni og stórir gluggar á veitingastaðnum. Í garðinum er sundlaugabar sem selur snarl og drykki, þar sem gott er að kæla sig niður á heitum dögum. 

STAÐSETNING 

Þetta hótel er ekki nærri ströndinni en er staðsett á fremur rólegum stað. Hótelið er um 15 km frá Tenerife Sur flugvellinum. Nokkra mínútna keyrsla er í hinn fræga Siam Park. Athugið að kaldara getur verið á þessu hóteli yfir vetrarmánuðina vegna staðsetningar þess, hátt uppi í hlíðunum fyrir ofan Costa Adeje.

 

AÐBÚNAÐUR Á PANORAMICA HEIGHTS APARTHOTEL
 
Íbúðir
 
Svalir 
 
Lítið eldhús 
 
Baðherbergi 
 
Sjónvarp
 
Sjávarsýn 
 
Útisundlaug 
 
Veitingastaður 
 
Frítt internet í sameiginlegu rými 
 
Frí bílastæði 
 
Sólarhringsmóttaka 
 
Þrif
 
Töskugeymsla
 
Lítil verslun 
 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Upplýsingar

Calle Baleares, 17, 38670 Costa Adeje, Santa Cruz de Tenerife,

Kort