Roquetas de Mar

Bahía Serena er skemmtilega hannað 4ra stjörnu íbúðahótel á Roquetas de Mar. Í garðinum er stór útilaug og aðstaða til sólbaða. Inni er innilaug. Íbúðir með einu svefnherbergi sem eru búin öllum helstu þægindum. 

GISTING 

Fallegar, rúmgóðar íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum og svefnsófu. Helsti kostur þeirra felst í því að svefnherbergi og stofa eru vel aðskilin. Í íbúðunum er lítið eldhús með kaffivél og eldhúsáhöldum, baðherbergi, svalir og gervihnattarsjónvarp. Hægt er að leigja öryggishólf gegn gjaldi. 

AÐSTAÐA 

Hótelið er skemmtilega hannað, líkt og spánskt þorp - kassalaga þar sem hjarta hótelsins er líkt og miðbær. Glerþak er yfir öllu miðju svæðinu og þar er mikið um að vera, verslanir og í raun allt til alls. Í garðinum er sundlaug og sólbaðsaðstaða. Á hótelinu er innilaug og heilsulind fyrir þá sem vilja láta dekra almenilega við sig. 

AFÞREYING 

Á hótelinu er regluleg skemmtidagskrá fyrir gesti svo sem íþróttir og skemmtikraftar. Einnig er nóg um að vera á svæðinu í kring um hótelið þar sem allir ættu að finna sér sitt hvað við sitt svæði. 

VEITINGAR

Á Bahía Serena eru tveir veitingastaðir og eitt kaffihús. Alborán Restaurant er stór veitingastaður með fjölbreytt hlaðborð og góðum eftirréttum. 

FYRIR BÖRNIN 

Full dagskrá fyrir smáfólkið og mini-klúbbur. 

STAÐSETNING 

Bahía Serena er vel staðsett í Roquetas de Mar um 500 metra frá Roquetas de Mar golfvellinum. Stutt í stönd. Um klukkutíma keyrsla er til Almeria. Góð staðasetning sem hentar fjölskyldufólki vel í rólegu umhverfi en samt sem áður nóg um að vera. 

AÐBÚNAÐUR Á BAHIA SERENA 

Íbúðir með einu svefnherbergi

Svalir 

Baðherbergi

Svefnsófi 

Kaffivél 

Gervihnattarsjónvarp

Skemmtidagskrá 

Útilaug 

Innilaug 

Heilsulind

Stutt í strönd

Stutt í golfvöll

Barnaklúbbur

Skemmtidagskrá 

Chill out Zone 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Av. de Playa Serena, 67 04740 Roquetas de Mar Spain

Kort