Los Cristianos

Tenerife Sur er 3ja stjörnu (að okkar mati 2-3 stjörnur) íbúðahótel í Los Cristianos um 10 mínútna gangi frá  Los Cristianos ströndinni. Við hótelið er stór sundlaugagarður með sundlaug og góðri aðstöðu til sólbaða. Á hótelinu er einnig leiksvæði fyrir börn og lítil heilsurækt. Tilvalið fyrir fjölskyldur. Veitingastaður og bar er á hótelinu. 

GISTING

Snyrtilegar íbúðir með einu svefnherbergi, stofu, sjónvarpi og litlum eldhúskrók með ísskáp og brauðrist. Íbúðirnar henta vel þremur fullorðnum eða tveimur fullorðnum og tveimur börnum. Í svefnherberginu er tvíbreitt rúm og í stofunni er svefnsófi. Á öllum herbergjum eru svalir eða veröld. Í einni byggingunni er lyfta, í öðrum tengibyggingum eru ekki lyftur. Þær eru allt að þrjár hæðir. 

AÐSTAÐA 

Stór og góður garður er í miðju hótelsins. Í sundlaugagarðinum er útisundlaug og fín aðstaða til sólbaða. Móttakan er opin allan sólarhringinn. Leikjaherbergi og sérstakt leiksvæði fyrir börn. Gestir geta farið í nudd og gufubað gegn gjaldi. Hægt er að kaupa aðgang að þráðlausu interneti. Á hótelinu er skvass-völlur og lítil búð. 

VEITINGASTAÐIR 

Á hótelinu er veitingastaður og bar. Gestir geta valið um gistingu án fæðis, með morgunverð eða í hálfu fæði

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett í Los Cristianos og um 10 mínútna gangur er að Los Cristianos ströndinni og miðbæ Los Cristianos þar sem finna má úrval af frábærum veitingastöðum, börum og kaffihúsum. Los Cristianos er sjarmerandi gamall bær á suðurhluta eyjunnar og í um 20 mínútna gangi frá Playa de Las Americas þar sem margt er um að vera allt árið um kring. 

AÐBÚNAÐUR Á TENERIFE SUR 

Án fæðis/morgunverður/hálft fæði

Íbúðir með einu svefnherbergi 

Svefnsófi 

Sjónvarp 

Svalir/verönd 

Lítið eldhús 

Salerni 

Útisundlaug

Sólbaðsaðstaða 

Sólarhringsmóttaka 

Veitingastaður 

Svass-völlur 

Bar 

Leikjaherbergi 

Leikvöllur fyrir börn

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Upplýsingar

Av. Ámsterdam, 7, 38650 Arona, Santa Cruz de Tenerife, Spánn

Kort