Medplaya Regente er prýðilegt 4ra stjörnu hótel miðsvæðis á Benidorm. Stutt er á Levante ströndina. Í garðinum er sundlaug og sólbaðsaðstaða. Hótelið var gert upp 2019-2020
GISTING
Nýuppgerð herbergin eru ágætlega búin með svölum eða verönd. Þau eru með loftkælingu (árstíðabundið) minibar, sjónvarp (flatskjár), Wi-fi og gestir geta leigt öryggishólf gegn gjaldi. Baðherbergi með baðkari/sturtu, hreinlætisvörur og hárþurrku.
AÐSTAÐA
Í garði hótelsins eru tvær fínar sundlaugar og sólbaðsaðstaða. Stutt er á ströndina ( 10 mín gangur) ef fólk kýs að sóla sig þar. Setustofa er inni á hótelinu. Móttakan er opin allan sólarhringinn
AFÞREYING
Á hótelinu er skemmtidagskrá á daginn og á kvöldin. Á daginn er hægt að stunda margskonar íþróttir með starfsfólki hótelsins og á kvöldin troða skemmtikraftar upp. Skemmtidagskrá er þó minni yfir vetrarmánuðina.
VEITINGAR
Á hótelinu er veitingastaður, sem hefur einnig verið gerður upp,er með hlaðborð sem sérhæfir sig í matseld frá Miðjarðarhafinu. Þar geta gestir snætt með útsýni yfir sundlaugina.
FYRIR BÖRNIN
Á hótelinu er dagskrá fyrir börn og barnalaug. Dagskráin er þó árstíðarbundin.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett miðsvæðis á Benidorm nærri Levante ströndinni. Stutt er í alla helstu þjónustu, veitingastaði og kaffihús.
AÐBÚNAÐUR Á HOTEL REGENTE
Útisundlaug
Barnalaug
Veitingastaður
Svalir/verönd
Baðherbergi
Loftkæling
Minibar
Sjónvarp
Skemmtidagskrá
Barnadagskrá
Stutt í strönd
Upplýsingar
Calle de Mónaco, 5, 03503 Benidorm, Alicante, Spánn
Kort