Benidorm

Medplaya Regente er prýðilegt 4ra stjörnu hótel miðsvæðis á Benidorm. Stutt er á Levante ströndina. Í garðinum er sundlaug og sólbaðsaðstaða. Hótelið var gert upp 2019-2020

GISTING 

Nýuppgerð herbergin eru ágætlega búin með svölum eða verönd. Þau eru með loftkælingu (árstíðabundið) minibar, sjónvarp (flatskjár), Wi-fi og gestir geta leigt öryggishólf gegn gjaldi. Baðherbergi með baðkari/sturtu, hreinlætisvörur og hárþurrku.

AÐSTAÐA 

Í garði hótelsins eru tvær fínar sundlaugar og sólbaðsaðstaða.  Stutt er á ströndina ( 10 mín gangur)  ef fólk kýs að sóla sig þar.  Setustofa er inni á hótelinu. Móttakan er opin allan sólarhringinn  

AFÞREYING 

Á hótelinu er skemmtidagskrá á daginn og á kvöldin. Á daginn er hægt að stunda margskonar íþróttir með starfsfólki hótelsins og á kvöldin troða skemmtikraftar upp. Skemmtidagskrá er þó minni yfir vetrarmánuðina. 

VEITINGAR

Á hótelinu er veitingastaður, sem hefur einnig verið gerður upp,er með hlaðborð sem sérhæfir sig í matseld frá Miðjarðarhafinu. Þar geta gestir snætt með útsýni yfir sundlaugina. 

FYRIR BÖRNIN 

Á hótelinu er dagskrá fyrir börn og barnalaug. Dagskráin er þó árstíðarbundin. 

STAÐSETNING

Hótelið er staðsett miðsvæðis á Benidorm nærri Levante ströndinni. Stutt er í alla helstu þjónustu, veitingastaði og kaffihús. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL REGENTE

Útisundlaug 

Barnalaug 

Veitingastaður 

Svalir/verönd

Baðherbergi

Loftkæling 

Minibar

Sjónvarp

Skemmtidagskrá

Barnadagskrá

Stutt í strönd

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Calle de Mónaco, 5, 03503 Benidorm, Alicante, Spánn

Kort