Hótel Benidorm Centre er 4ra stjörnu hótel staðsett aðeins 200 metrum frá Levante ströndinni og í hjarta Benidorm. Hótelið er aðeins fyrir 18 ára og eldri. Nýuppgert árið 2018-2019
GISTING
Stílhrein herbergi með svölum, hárþurrku, handklæðum, loftkælingu, síma, sjónvarpi, nettengingu, öryggishólfi (gegn auka gjaldi) og mini bar (gegn auka gjaldi).
AÐSTAÐA
Á hótelinu er góður sundlaugagarður með sólbekkjum og sólhlífum og því auðvelt að slaka á í sólinni. Á hótelinu er lyfta, þvotta aðstaða, móttakan opin allan sólahringin og herbergis þjónusta.
AFÞREYING
Lifandi tónlist og skemmtun á hverju kvöldi og tvær sýningar daglega. Billjardborð á staðnum og 3 km í næsta golfvöll.
VEITINGASTAÐIR
Fínn hlaðborðsveitingastaður, enskur pöbb, kaffihús og snarl bar á hótelinu.
STAÐSETNING
Hótelið er staðsett stutt frá Levante ströndinni í hjarta Benidorm. Stutt að skreppa til Albir, og Altea og er Alicante í 40 mínútna keyrslu frá Benidorm.
AÐBÚNAÐUR Á BENIDORM CENTRE
Útisundlaug
Tvíbýli
Skemmtidagskrá
Lifandi tónlist
Hlaðborðsveitingastaður
Frítt internet
Loftkæling
Sími
Sjónvarp
Handklæði
Sólbaðsaðstaða
Upplýsingar
Calle Gerona, 4, 03503 Benidorm, Alicante, Spánn
Kort