Cordial Sandy golf er 1 stjörnu smáhýsi staðsett í gamla ferðabænum Maspalomas á suðurhluta Gran Canaria rétt hjá Ensku ströndinni Playa del Ingles.
Hótelið er aðeins í nokkra mínútna fjarlægð frá verslunarmiðstöðinni Faro, stutt er á golfvöllinn og aðeins 2 km. að friðlandinu Dunas Maspalomas
GISTING
Skemmtilega uppbyggð smáhýsi (Bungalows) með gróðursælum garði og skemmtilegu opnu svæði fyrir miðju. Smáhúsin er einföld, hreinleg og smekklega innréttuð. Góð 1.stjörnu gisting á Maspalomas.
AÐSTAÐA
Góð sundlaug er í garðinum ásamt sundlaugarbar sem er með léttar veitingar yfir daginn. Stutt er á Maspalomas golfvöllinn og á ströndina sem er í um 20 mínútna göngufjarlægð. Einnig er rúta sem fer með gesti hótelsins nokkrum sinnum á dag niður á Playa del Inglés ströndina og Maspalomas.
VEITINGASTAÐUR
Veitngastaður hótelsins er hinum megin við götuna, á hótel Cordial Green Golf.
AÐBÚNAÐUR
Útisundlaug (upphituð yfir vetrarmánuðina)
Sólbaðsaðstaða
Internet (aðeins á almennum svæðum)
Gestamóttakan opin frá kl. 07:30-23.30 ef farþegar koma á gististaðinn frá flugvelli á öðrum tíma þá þarf að fara í gestamóttökuna á Green Golf sem er hinu megin við götuna til að sækja lykla.
Hægt er að fara á Green Golf og hlusta þar á tónlist á kvöldin sem er í boði nokkrum sinnum í viku fyrir farþega sem búa á Green Golf og Sandy Golf
ATH
Upplýsingar
Avda de Tjaereborg s/n, 35100, Maspalomas, Gran Canaria, Spánn
Kort