Playa del Ingles

Hótel Labranda Bronze Playa er huggulegt 4 stjörnu hótel á ensku ströndinni. Góður kostur hvort sem þú ert að ferðast með fjölskyldunni, maka, vin eða ein/n. Stutt að ganga á ströndina. Herbergin eru góð og björt útbúin því helsta. Á hótelinu er allt innifalið.

GISTING 

Hótelið er með alls 178 herbergi á fimm hæðum. Góð og björt herbergi en í boði eru tvíbýli, tvíbýli með sjávarsýn eða sundlaugarsýn. Á herbergjunum eru svalir, baðherbergi með sturtu og hárþurrku, frítt wifi, LCD sjónvarp, minibar, loftkælingu, síma og öryggishólfi (gegn aukagjaldi).

AÐSTAÐA 

Í garðinum má finna tvær flottar sundlaugar og ein barnalaug. Góð sólbaðsaðstaða, nuddpottur, handklæði fyrir sundlaugina gegn greiðslu, líkamsrækt, borðtennis og billiard.

AFÞREYING

Taktu á því í líkamsrækt hótelsins eða spilaði borðtennis eða billiard. Á daginn sem og kvöldin er stuð í garðinum en þar eru settar upp sýningar og tónlistaratriði. Á daginn (6 daga vikunnar) er hægt að stunda jóga, pílukast, vatna póló og vatnaleikfimi. Á kvöldin eru mini diskó fyrir krakkana, bingó og fleira.

VEITINGASTAÐUR 

Á hótelinu er allt innifalið en það er morgun-, hádegis- og kvöldverður ásamt snarli milli mála, ís (frá 10:30-21:00) og innlendir drykkir (frá 10:30-23:00). Einn veitingastaður er á hótelinu og tveir barir en veitingastaðurinn Cactus Lounge Restaurant sér um allar máltíðir dagsins.

FYRIR BÖRNIN 

Barnalaug og leikvöllur fyrir börnin. Skemmtidagskrá er yfir daginn og á kvöldin svo að börnin hafa nóg fyrir stafni allan daginn.

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett aðeins 350 metrum frá ströndinni og 25 km frá flugvellinum. Veitingastaður og verslanir eru í stuttri fjarlægð frá hótelinu.

AÐBÚNAÐUR Á LABRANDA BRONZE PLAYA

Útisundlaug 

Barnalaug

Sólbaðsaðstaða

Sólarhringsmóttaka 

Frítt internet 

Líkamsræktaraðstaða

Nuddpottur

Veitingastaður 

Leikvöllur

Skemmtidagskrá

Billiard

Borðtennis

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

Calle San Cristóbal de la Laguna, 7, 35110 Maspalomas, Las Palmas, Spain

Kort