Maspalomas

Hótel Riu Palace Oasis er fínt 5 stjörnu hótel með öllum helstu þægindum.

GISTING

Herbergin eru notaleg og bjóðum við ýmist upp á tvíbýli eða tvíbýli með hliðarsjávarsýn. Herbergin hafa loftkælingu, baðsloppa og inniskó,  gervihnattasjónvarp, minibar (aukagjald), öryggishólf, frítt internet, síma, og ýmist svalir eða verönd.

Baðherbergin eru með baðkari eða sturtu, hárþurrku og hreinlætisvörur.

AÐSTAÐA

Í garðinum eru þrjár sundlaugar og leiksvæði fyrir börnin. Einnig er heitur pottur, svæði til að sóla sig, SPA, gufubað, líkamsrækt og heilsulind. Ef þú vilt fara á ströndina þá veitir hótelið þér einkaaðgang að ströndinni. 

AFÞREYING

Hægt er að skella sér í ræktina eða slaka á í heilsulindinni. Á hótelinu er skemmtidagskrá á kvöldin. 

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu eru þrír veitingastaðir en í boði er hlaðborðsveitingastaður, veitingastaður sem er með spænska matargerð og sá þriðji sérhæfir sig í svokallaðri fusion matargerð. Einnig eru þrír barir á hótelinu og þar er hægt að fá sér snarl. 

FYRIR BÖRNIN

Í sundlaugagarðinum er barnalaug þar sem þau yngri geta hoppað og skoppað og leikvöllur. Einnig er barnaklúbburinn LiuLands Kids' Club (gegn gjaldi). Þar er skjaldbakan Calú í aðalhlutverki, sem skemmtir krökkunum með leikjum og dönsum. 

AÐBÚNAÐUR

Sundlaug

 

Nuttpottur

 

Garður

 

Verönd

 

Sólarverönd

 

Líkamsrækt

 

Barnalaug

 

Barnaleikvöllur

 

Veitingastaðir

 

Hlaðborðsveitingastaður

 

Bar

 

Sólarhringsmóttaka

 

Farangursgeymsla

 

Dagleg þrif

 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Plaza de las Palmeras 2, 35106 Maspalomas

Kort