Playa de las Americas

H10 Las Palmeras er fallega innréttað 4ra stjörnu hótel staðsett við ströndina og í miðkjarna Playa del las Americas. Svæðið er eitt af vinsælustu áfangastöðum ferðamanna á svæðinu, þekkt fyrir fallegar strendur og góða þjónustu. Um 600 metrar eru í ströndina og í garðinum er sundlaug og barnalaug.

GISTING 

Herbergin eru tvíbýli og eru um 19 fm., björt, fallega innréttuð og búin öllum helstu þægindum. Þar má finna sjónvarp, síma, svalir og baðherbergi. Hægt er að greiða aukalega og fá herbergi með sjávar- eða sundlaugarsýn.  Ath: hótelið leyfir 3 fullorðna í tveggja manna herbergi, ekki er aukarúm eða sófi aðeins tvö rúm (twin) og gæti verið ansi þröngt fyrir þrjá fullorðna.

AÐSTAÐA 

Í garðinum er stór sundlaug og góð aðstaða til þess að baða sig í sólinni. Á hótelinu líkamsrækt og fjórir tennisvellir sem gestir geta spreytt sig á gegn vægu gjaldi. Frítt þráðlaust internet er í sameiginlegu rými. 

AFÞREYING 

Á hótelinu er afþreying og skemmtidagskrá. Kvöldskemmtanir fara annaðhvort fram á Imagine barnum eða hjá sundlauginni.

VEITINGAR 

Gestir velja um hálft fæði eða allt innifalið. Á hótelinu eru fjórir veitingastaðir ásamt bar í sundlaugargarðinum. Á Garoé Restaurant gæða gestir sér á kræsingum úr fjölbreyttu hlaðborði hótelsins. Specio Magnigo er ítalskur veitingastaður og á hótelinu er einnig japanskur veitingastaður. Á hótelinu er einnig kaffihús. 

 

STAÐSETNING

Hótelið er vel staðsett við ströndina á Playa del las Americas og einungis 600 m eru í ströndina. 2,5 km eru í hinn fræga Siam Park og 1,4 km í góðan golfvöll. 

AÐBÚNAÐUR Á H10 LAS PALMERAS 
 

Hálft fæði/allt innifalið

Tvíbýli 

Frítt internet í sameiginlegu rými

Svalir/verönd 

Baðherbergi 

Sjónvarp

Útisundlaug

Tennisvöllur

Líkamsrækt 

Veitingastaður með hlaðborð 

Veitingastaður A la carte 

Skemmtidagskrá 

 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

 

Upplýsingar

Avda. Rafael Puig, 28 E-38660-Playa de las Americas Tenerife

Kort