Playa de las Americas

Hotel Gala er vel staðsett 4ra stjörnu hótel á hinu fræga Playa de las Americas svæði á Tenerife. Hótelið er í aðeins 5 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni. Stutt í verslanir og fjöldi skemmtistaða er í næsta nágrenni. Tvær stórar sundlaugar, barnalaug og leiksvæði fyrir smáfólkið.

GISTING 

Gestir geta valið um Tvíbýli eða Tvíbýli Club Alexander. Á Club Alexander herbergjum tryggja gestir sér herbergi með sjávarsýn ásamt fleiri fríðindum. Öll herbergi hótelsins eru fallega innréttuð með sjónvarpi, svölum, baðherbergi og loftræstingu. Á herbergjum er einnig öryggishólf gegn gjaldi. 

AÐSTAÐA 

Góð sameiginleg aðstaða á hótelinu en í garðinum eru m.a. 2 stórar sundlaugar og barnalaug. Önnur sundlaugin og barnalaugin eru upphitaðar og í barnalauginni eru skemmtileg leiktæki fyrir börnin að busla í. Athugið að gestir þurfa að greiða aukalega fyrir handklæði og dýnur í garðinum. Á veröndinni er notaleg setuaðstaða með fallegu útsýni. Leikjaherbergi með billjardborði og fleira er á hótelinu. Heilsulind og líkamsrækt eru á Hotel Gala. Hægt er að fá aðgang að þráðlausu interneti gegn gjaldi. 

AFÞREYING 

Á hótelinu er fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir börn og fullorðna. Íþróttir eru í boði eins og vatna - polo, líkamsrækt í sundlauginni, ping pong ofl. Á kvöldin er lifandi tónlist eða skemmtikraftar troða upp. Mikil þjónusta er á hótelinu og þar er m.a. snyrti- og hárgreiðslustofa, nuddstofa, heilsulind og góð líkamsræktaraðstaða. 

VEITINGASTAÐIR 

Gestir velja morgunverð, hálft fæði eða fullt fæði á hótelinu. Á Hótel Gala er mjög góður matur en stutt er í verslanir og góða veitingastaði. Aðal veitingastaður hótelsins er hlaðborðsstaður við sundlaugargarðinn, þar er ýmist hægt að sitja inni eða úti. Á Hotel Gala er kokteil- og píanóbar, þar er skemmtidagskrá hótelsins haldin. 

FYRIR BÖRNIN

Á Hotel Gala er krakkaklúbbur fyrir hressa krakka og í garðinum er leiksvæði. 

STAÐSETNING 

Hótelið er vel staðsett á hinu fræga Playa de las Americas svæði á Tenerife. Stutt í alla þjónustu og fjölbreytt úrval næturklúbbar. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL GALA 

Morgunverður/hálft fæði/fullt fæði

Útisundlaugar

Barnalaug 

Leiktæki 

Tvíbýli/Club Alexander með sjávarsýn

Svalir 

Mini-bar

Baðherbergi

Sjónvarp 

Internet gegn gjaldi

Verönd með setuaðstöðu

Heilsulind

Líkamsrækt

Skemmtidagskrá

Barnaklúbbur

Veitingastaður 

Píanóbar

Lifandi tónlist

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

38660 P.L. Americas Tenerife Spain

Kort