La Caleta

Hotel Hovima Jardin Caleta er gott 3 stjörnu íbúðahótel staðsett í La Caleta, fallegt þorp staðsett í göngufæri við Del Duque ströndina. Fallegur garður með 3 sundlaugum og nuddpotti. Krakkakúbbur er starfræktur á hótelinu og gott barnaleiksvæði. Val um morgunverð, háft- eða fullt fæði. 

GISTING 

Íbúðirnar eru með einu svefnherbergi en gestir geta fengið superior íbúðir eða íbúðir með sjávarsýn gegn gjaldi. Superior íbúðirnar eru allar með sjávarsýn eða hliðarsjávarsýn. Íbúðirnar henta vel fyrir fjölskyldur. Í öllum íbúðum er stofa, baðherbergi með hárblásara og eldhúskrókur. Svalir eða verönd er á öllum íbúðum. Athugið að eitt þrep er upp í allar íbúðirnar en gestir geta fengið sérútbúnar íbúðir fyrir hreyfihamlaða en panta þarf þau sérstaklega. Ekki er loftkæling á hótelinu (yfirleitt er ekki loftkæling á 3ja stjörnu hótelum )

AÐSTAÐA 

Mjög góður garður með sólbaðsaðstöðu, sundlaug og barnalaug. Báðar sundlaugar eru upphitaðar yfir vetrarmánuðina(nóv-mars). Í garðinum er einnig heitur pottur með sjávarsýn. Frítt internet er í gestamóttöku en gestir geta keypt aðgang að þráðlausu interneti á öðrum stöðum á hótelinu. Gestir hafa aðgang að þvottahúsi(gegn gjaldi). Hægt er að fara í Ping-Pong og stunda aðrar íþróttir á hótelinu og í kringum hótelið. Hægt er að leigja handklæði í gestamóttöku. 

AFÞREYING

Á hótelinu er skemmtidagskrá sem heldur uppi fjörinu fyrir börn og fullorðna. Á daginn er hægt að stunda ýmsar íþróttir og reglulega er kvölddagskrá þar sem ýmsir skemmtikraftar troða upp. 

VEITINGASTAÐIR

Gestir velja um morgunverð, hálft- eða fullt fæði. Á hótelinu er veitingastaður með hlaðborð, sundlaugabar og „sports-bar“ La Caleta er einstaklega sjarmerandi fiskimannaþorp með fjölda góðra veitingahúsa. Mörg veitingahúsanna sérhæfa sig í sjávarfangi en þar er einnig að finna góða, ekta spænska Tapas-bari og kaffihús. 

FYRIR BÖRNIN 

Á Jaradin Caleta er leiksvæði fyrir börn, barnalaug og krakkaklúbbur starfræktur. Þar geta börnin leikið sér og kynnst öðrum krökkum undir leiðsögn starfsmanna hótelsins. Á kvöldin er mini-diskó fyrir hressa krakka. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett í La Caleta sem er fallegt þorp staðsett í göngufæri við Del Duque ströndina á Tenerife. Strætisvagn sem gengur inná Playa de las Americas ströndina stoppar beint fyrir utan hótelið. 

AÐBÚNAÐUR Á HOTEL HOVIMA JARDIN CALETA 

Morgunverður/hálft fæði/fullt fæði 

Íbúðir með einu svefnherbergi 

Gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða(ath. þarf að óska eftir sérstk. íbúð)

Útisundlaug

Nuddpottur

Barnalaug

Barnaklúbbur

Mini-diskó

Leiksvæði

Skemmtikraftar 

Hlaðborðsveitingastaður 

Sundlaugabar

Poolbar 

Svalir 

Lítið eldhús 

Baðherbergi 

Hárblásari

Upphitaðar sundlaugar(yfir vetrarmánuði)

Frítt internet í gestamóttöku 

Ping - Pong 

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin

Upplýsingar

Avenida Las Gaviotas, 32 38660 La Caleta, Costa Adeje Tenerif

Kort