Alicante

Hótel Port Alicante er 4ra stjörnu hótel, staðsett um 600 m frá ströndinni og um 5 km frá miðbæ Alicante. Fín sólbaðsaðstaða, sundlaug, veitingastaður og kaffihús eru á hótelinu.

GISTING 

Herbergin eru vel útbúin með öryggishólfi, wi-fi, loftkælingu, sjónvarpi, og hárþurrku. Í boði er tvíbýli eða fjölskylduherbergi. ATH engar svalir eru á herbergjum.

AÐSTAÐA

Við hótelið er sundlaug ásamt sólbaðsaðstöðu, partur af lauginni er grynnri fyrir yngri gesti hótelsins, leikvöllur og stutt í ströndina. 

AFÞREYING

Í boði er skemmtidagskrá, hjólaleiga, golfvöllur í 3 km fjarlægð og líkamsrækt á hótelinu. Einnig er auðvelt að kíkja á lífið sem borgin býður upp á en um 5 km er í miðbæ Alicante frá hótelinu.

VEITINGAR

Veitingastaður hótelsins býður upp á úrval rétta, einnig er kaffihús þar sem hægt er að slaka á í ró og næði og að lokum er bar. 

FYRIR BÖRNIN 

Grunn laug fyrir börnin ásamt leikvelli. 

STAÐSETNING 

Hótelið er staðsett um 600 metra frá ströndinni og um 5 km frá miðbæ Alicante.

ATH
Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 
 
Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum.  Vinsamlegast athugið að internet er yfirleitt frekar hægt á gististöðum. 
 
Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.
 
Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin. 

Upplýsingar

Av de Cataluña, 20, 03540 Alicante (Alacant), Alicante, Spánn

Kort