Playa de las Americas

Marylanza er gott fjögurra stjörnu íbúðahótel á Playa de las Americas svæðinu. Hótelið liggur við golfvöllinn Golf Las Americas, sem er glæsilegur 18 holu, par 72 völlur sem opnaður var árið 1998. Aðeins er um 20 mínútna gangur í klúbbhúsið frá hótelinu. Hótelið er frábær kostur fyrir golfarann og nútímafólk sem stundar heilsurækt og vill fara í endurnærandi frí. Frábær sundlaugargarður og leikherbergi fyrir krakkana. 

GISTING 

Íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum og eru mjög rúmgóðar og fallega innréttaðar. Í öllum íbúðum er stofa og eldhús með ágætri eldunaraðstöðu. Eldhúsborð, sófi, baðherbergi og allt að 15 m2 svalir og verönd. Tveggja herbergja íbúðurnar eru á tveimur hæðum. Hægt er að leigja öryggishólf gegn gjaldi. Loftkæling er í íbúðunum.

AÐSTAÐA

Á hótelinu er stór og fallegur sundlaugagarður með þremur laugum, ein blá, ein græn og barnalaug. Ein laugin er 400 m2 og önnur 350 m2. Leiksvæði er fyrir börnin og frábær sólbaðsaðstaða með handklæðaþjónustu og sundlaugarbar. Önnur laugin er upphituð á veturna. Heilsulind og líkamsræktarstöð er á hótelinu sem mun standast væntingar þeirra vandlátustu þar sem aðstaðan er ein sú glæsilegasta á Tenerife, aðgangur að líkamsræktarstöðinni eru 6€ á dag en hægt að kaupa 5 daga á 20€. Gestir geta keypt aðgang að þráðlausu interneti í sameiginlegu rými. 

AFÞREYING

Á diskó-bar hótelsins troða skemmtikraftar reglulega upp og öll fjölskyldan ætti að njóta sín. 

VEITINGAR 

Val er um íbúðir án fæðis, með morgunverði, hálfu fæði eða allt innifalið. Á hótelinu er veitingastaður sem býður upp á fjölbreytt úrval innlendra sem alþjóðlegra rétta og sundlaugarbar sem býður upp á létta rétti. Við inngang hótelsins er glæsilegur vín- og kokteilbar þar sem gestir geta slakað á í hlýju og notalegur umhverfi.

ATH:  Gamlárskvöld hátíðin ( New Year Celebration) verður haldin á sólar og sundlaugarbar svæðinu þannig að búast má við að herbergi sem eru nálægt því svæði verði fyrir ónæði. Eftir kl. 01.00 færast hátíðahöldin inn á Lobby barinn.

FYRIR BÖRNIN 

Á Marylanza er barnalaug, leikvöllur og á kvöldin er mini-diskó fyrir hressa krakka.

STAÐSETNING

Hótelið er vel staðsett milli Playa de las Americas og Los Cristianos Americas, 700 m eru í Las Vistas ströndina. Það eru um 900 m frá miðbæ Los Cristianos og 1,5 km í miðbæ Playa de las Americas þar sem er að finna ótal veitinga, skemmtistaði og verslanir. 

AÐBÚNAÐUR Á MARYLANZA SUITES AND SPA 

Íbúðir 

án fæðis/morgunverður/hálft fæði/allt innifalið

Golf 

Stofa 

Lítið eldhús 

Eldhúsborð 

Svefnherbergi

Baðkar 

Loftkæling

Svalir/verönd 

Útisundlaug

Barnalaug 

Handklæði

Upphituð sundlaug

Leikvöllur 

Minidiskó

Skemmtikraftar 

Veitingastaður með hlaðborð 

Bar 

Heilsulind 

Líkamsrækt 

ATH

Ljósmyndir af gististöðum eru birtar til að gefa hugmynd um vistarverur og umhverfi gististaða. Við getum því ekki ábyrgst að engar breytingar hafi átt sér stað frá því að myndirnar voru teknar. 

Aðgangur að interneti getur verið hægari á álagstímum. 

Á þeim hótelum þar sem allt er innifalið getur verið að hótel takmarki heimsóknir til gesta sinna til þess að standa vörð um þjónustu sína. Þó taka hótel misjafnlega á þessu. Gott er því að hótelgestir ræði við starfsfólk áður en gestum er boðið í heimsókn til þess að fyrirbyggja óánægju og vandræði.

Skemmtidagskrá getur verið árstíðarbundin.

Upplýsingar

C/Los Arenasles, N20- 38660 Playa de las Americas, Tenerife, Spánn

Kort