Playa de las Americas

Hotel Coral California er nútímalegt og einfalt hótel aðeins fyrir 16 ára og eldri. Það er staðsett í hljóðlátu hverfi í miðbæ Playa de las Americas, í nálægð eru verslanir og þjónusta. Ströndin er innan við 2 km. fjarlægð. 

GISTING

Herbergin eru björt í mínímalískum stíl.  Á herbergjum eru svalir, öryggishólf (gegn vægu gjaldi), eldhúskrókur með örbylgjuofni, ísskáp og helluborði. Einnig er sófi, sími, sjónvarp, wifi og baðherbergi með sturtu og hárþurrku.

AÐSTAÐA

Fyrir utan hótelið er sundlaug og garður þar sem hægt er að njóta sólarinnar. Móttakan er opin allan sólahringinn. 

AFÞREYING

Borðtennisborð og billjardborð er á hótelinu (gegn vægu gjaldi). Golfvöllur er í aðeins 3 km. fjarlægð og Siam Park er innan við 2 km. fjarlægð. Hægt er að leigja hjól á hótelinu. 

VEITINGASTAÐIR

Á hótelinu er veitingastaður með morgunverðarhlaðborð og bar með snarli. 

STAÐSETNING


Hótelið er stutt frá Safari verslunarmiðstöðinni, golfvellinum Las Americas, Siam park og Amerísku ströndinni. 

AÐBÚNAÐUR Á CORAL CALIFORNIA

Tvíbýli

Sjónvarp

Sími

Öryggishólf

Svalir

Wifi

Sundlaug

Sólbaðsaðstaða

Eldhúskrókur

Borðtennisborð

Billjardborð

Hjólaleiga

 

 


 

Upplýsingar

Arona, Calle Noelia Afonso Cabrera, 2, 38650 Playa de la Américas, Santa Cruz de Tenerife, Spánn

Kort